Sjálfstæðismenn leggja til sáttaleið 7. apríl 2009 16:58 Hluti af þingflokki Sjálfstæðisflokksins. „Sterk krafa er um það í samfélaginu að þingmenn snúi bökum saman og móti lausnir og úrræði fyrir heimili og fyrirtæki í vanda. Okkar mat er að þetta verkefni sé það mikilvægasta sem liggi fyrir þinginu um þessar mundir," segir í opnu bréfi til Guðbjarts Hannessonar sem allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins skrifa undir. Hart hefur verið tekist á um störf þingsins undanfarna daga og hafa sjálfstæðismenn verði sakaðir um að standa fyrir málfþófi um frumvarp forystumanna allra flokka fyrir utan Sjálfstæðisflokkinn um til stjórnskipunarlaga. Sjálfstæðismenn segjast vera tilbúnir til að gera nauðsynlegar breytingar á stjórnarskránni en segja að þær verði að vera vel undirbúnar og vandaðar. „Það er hins vegar óásættanlegt að umræður um breytingar um stjórnarskrána yfirskyggi allt annað og taki tíma Alþingis frá öðrum þýðingarmiklum málum sem rík samstaða er um að ljúka á þingi. Við teljum að Alþingi verði að koma sér saman um að forgangsraða þingmálum eftir mikilvægi þeirra fyrir heimilin og atvinnulífið í landinu, hve mikið liggur á þeim og hve rík samstaða er um málin á þingi." Þingflokkur sjálfstæðismanna leggur því fram þá tillögu til sátta að ákveðin þingmál verði tekin fram fyrir á dagskrá og afgreidd með hraði á þingi. „Við leggjum sérstaka áherslu á eftirfarandi þingmál og lýsum okkur jafnframt reiðubúin til viðræðna um framgang annarra mikilvægra mála: Frumvarp um greiðsluaðlögun fasteignaveðlána, frumvarp um heimild til samninga vegna álvers í Helguvík, breytingar á tekjuskattslögum og þingsályktunartillaga um hagsmuni Íslands í loftslagsmálum. Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður þingflokksins, og Illugi Gunnarsson, varaformaður þingflokksins, afhentu Guðbjarti bréfið í dag. Kosningar 2009 Tengdar fréttir Umræður um stjórnarskrá skammt á veg komnar Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra sakaði sjálfstæðismenn um málþóf á vikulegum blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í Þjóðmenningarhúsinu fyrr í dag. Sagði hún að umræða um stjórnskipunarlög hafa tekið 34 klukkustundur og sjálfstæðismenn hefðu talað í 75% af þeim tíma. Sagði hún ræður sjálfstæðismanna einnkennast af endurtekningum og greinilegt væri að þeir beittu málþófi. 7. apríl 2009 15:22 Endurtekningar sjálfstæðismanna - frumvarpið rætt í 34 klukkustundir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir að umræða um frumvarp forystumanna allra flokka nema Sjálfstæðisflokksins til stjórnskipunarlaga hafa tekið 44 klukkustundir. Þar af hafi sjálfstæðismenn talað í 75% af þeim tíma. Þetta kom fram í máli Jóhönnu á fundi með blaðamönnum í dag. 7. apríl 2009 14:06 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
„Sterk krafa er um það í samfélaginu að þingmenn snúi bökum saman og móti lausnir og úrræði fyrir heimili og fyrirtæki í vanda. Okkar mat er að þetta verkefni sé það mikilvægasta sem liggi fyrir þinginu um þessar mundir," segir í opnu bréfi til Guðbjarts Hannessonar sem allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins skrifa undir. Hart hefur verið tekist á um störf þingsins undanfarna daga og hafa sjálfstæðismenn verði sakaðir um að standa fyrir málfþófi um frumvarp forystumanna allra flokka fyrir utan Sjálfstæðisflokkinn um til stjórnskipunarlaga. Sjálfstæðismenn segjast vera tilbúnir til að gera nauðsynlegar breytingar á stjórnarskránni en segja að þær verði að vera vel undirbúnar og vandaðar. „Það er hins vegar óásættanlegt að umræður um breytingar um stjórnarskrána yfirskyggi allt annað og taki tíma Alþingis frá öðrum þýðingarmiklum málum sem rík samstaða er um að ljúka á þingi. Við teljum að Alþingi verði að koma sér saman um að forgangsraða þingmálum eftir mikilvægi þeirra fyrir heimilin og atvinnulífið í landinu, hve mikið liggur á þeim og hve rík samstaða er um málin á þingi." Þingflokkur sjálfstæðismanna leggur því fram þá tillögu til sátta að ákveðin þingmál verði tekin fram fyrir á dagskrá og afgreidd með hraði á þingi. „Við leggjum sérstaka áherslu á eftirfarandi þingmál og lýsum okkur jafnframt reiðubúin til viðræðna um framgang annarra mikilvægra mála: Frumvarp um greiðsluaðlögun fasteignaveðlána, frumvarp um heimild til samninga vegna álvers í Helguvík, breytingar á tekjuskattslögum og þingsályktunartillaga um hagsmuni Íslands í loftslagsmálum. Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður þingflokksins, og Illugi Gunnarsson, varaformaður þingflokksins, afhentu Guðbjarti bréfið í dag.
Kosningar 2009 Tengdar fréttir Umræður um stjórnarskrá skammt á veg komnar Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra sakaði sjálfstæðismenn um málþóf á vikulegum blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í Þjóðmenningarhúsinu fyrr í dag. Sagði hún að umræða um stjórnskipunarlög hafa tekið 34 klukkustundur og sjálfstæðismenn hefðu talað í 75% af þeim tíma. Sagði hún ræður sjálfstæðismanna einnkennast af endurtekningum og greinilegt væri að þeir beittu málþófi. 7. apríl 2009 15:22 Endurtekningar sjálfstæðismanna - frumvarpið rætt í 34 klukkustundir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir að umræða um frumvarp forystumanna allra flokka nema Sjálfstæðisflokksins til stjórnskipunarlaga hafa tekið 44 klukkustundir. Þar af hafi sjálfstæðismenn talað í 75% af þeim tíma. Þetta kom fram í máli Jóhönnu á fundi með blaðamönnum í dag. 7. apríl 2009 14:06 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
Umræður um stjórnarskrá skammt á veg komnar Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra sakaði sjálfstæðismenn um málþóf á vikulegum blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í Þjóðmenningarhúsinu fyrr í dag. Sagði hún að umræða um stjórnskipunarlög hafa tekið 34 klukkustundur og sjálfstæðismenn hefðu talað í 75% af þeim tíma. Sagði hún ræður sjálfstæðismanna einnkennast af endurtekningum og greinilegt væri að þeir beittu málþófi. 7. apríl 2009 15:22
Endurtekningar sjálfstæðismanna - frumvarpið rætt í 34 klukkustundir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir að umræða um frumvarp forystumanna allra flokka nema Sjálfstæðisflokksins til stjórnskipunarlaga hafa tekið 44 klukkustundir. Þar af hafi sjálfstæðismenn talað í 75% af þeim tíma. Þetta kom fram í máli Jóhönnu á fundi með blaðamönnum í dag. 7. apríl 2009 14:06