Innlent

Brynvarðir trukkar á leið á svæðið

Menn frá Landsbjörgu sjá til þess að fólk fari ekki inn á svæðið að nauðsynjalausu. Myndin er úr safni.
Menn frá Landsbjörgu sjá til þess að fólk fari ekki inn á svæðið að nauðsynjalausu. Myndin er úr safni.
Björgunarsveitarmenn frá Landsbjörgu koma mikið við sögu í aðstæðum á borð við þær sem nú eru á gosstöðvunum og þeim svæðum sem orðið hafa fyrir öskufalli. Ólöf Snæhólm Baldursdóttir upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að björgunarsveitarmenn séu aðallega að aðstoða bændur á svæðinu með búfénað sinn auk þess sem þeir dreifi rykgrímum og manni lokunarpósta þar sem vegum hefur verið lokað.

Þá eru Landsbjargarmenn á leið á svæðið með tvo brynvarða trukka sem eru einu bílarnir á landinu sem geta ekið um í miklum gosmekki án þess að eiga á hættu að skemmast.

Björgunarsveitarmenn eru einnig til aðstoðar í fjöldahjálparstöðvunum sem opnaðar hafa verið í félagsheimilinu á Klaustri og Hofgarði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×