Innlent

Eldgos í Grímsvötnum staðfest

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Búið er að virkja samhæfingamiðstöðina vegna gossins. Mynd/ Hari.
Búið er að virkja samhæfingamiðstöðina vegna gossins. Mynd/ Hari.
„Það sést til gosmakkar. Þannig að það er staðfest að eldgos er hafið," segir Víðir Reynisson, hjá almannavörnum Ríkislögreglustjóra, í samtali við Vísi. Hann segir ómögulegt að segja til um það hversu mikið gosið er.

Á sjöunda tímanum í kvöld komu fram merki á jarðskjálftamælum um að eldgos gæti verið að hefjast eða væri hafið í Grímsvötnum í Vatnajökli. Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð hefur verið vikjuð vegna þessa.

Vísir segir frekari fréttir af gangi mála um leið og þær berast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×