Ýktu hættuna af trjánum í Öskjuhlíðinni 16. desember 2011 08:00 Barrskógurinn og flugvöllurinn Allt að sextán metra há grenitré eru í elsta hluta skógarins í Öskjuhlíð sem einmitt er í aðflugs- og fráflugsstefnu við austur-vesturbraut Reykjavíkurflugvallar.Fréttablaðið/Vilhelm Hættan sem steðjar að flugumferð á Reykjavíkurflugvelli virðist hafa verið ýkt í bréfi flugvallarstjóra Isavia til Reykjavíkurborgar í september síðastliðnum. Í bréfinu til borgarinnar sagði Jón Baldvin Pálsson flugvallarstjóri að athuganir við austur-vesturflugbraut sýndu að tré í Öskjuhlíð væru vaxin „verulega upp fyrir hindranaflöt flugbrautarinnar og þar með orðin hætta fyrir flugvélar í aðflugi og flugtaki“. Lækka þyrfti tré í skóginum. Brýnt öryggismál væri að hraða því eins og kostur væri. Umhverfis- og samgönguráð borgarinnar hafnaði í gær ósk Isavia um að lækka trén. Friðþór Eydal, talsmaður Isavia, segir enn of snemmt fyrir félagið að tjá sig um niðurstöðu ráðsins og vísaði á eftirlitsaðilann, Flugmálastjórn. Valdís Ásta Aðalsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Flugmálastjórnar, segir ekki rétt að flugi stafi nú þegar hætta af trjánum í Öskjuhlíð. Isavia hafi þó fyrr á þessu ári, með samþykki Flugmálastjórnar, breytt verklagsreglum þannig að aðflug yfir Öskjuhlíðina að umræddri braut sé brattara en áður. Það ógni ekki flugöryggi. „Fyrir reynda flugmenn held ég að það sé alveg gott og gilt. Aðflugið inn á völlinn er aðeins erfiðara en ekki hættulegt,“ segir Valdís. Skógræktarfélag Reykjavíkur segir í umsögn til umhverfisráðs útilokað að saga ofan af trjám eins og Isavia leggi til án þess að trén drepist eða stórskaðist. Skógræktarmenn hafi á þriðjudag hitt fulltrúa Isavia sem hafi kveðið flugmálayfirvöld hafa lagaheimildir til að „fjarlægja fyrirstöður“ til að bæta flugöryggi. „Isavia vildi heldur vinna málið í sátt við hlutaðeigandi aðila en að beita þeirri heimild til hins ýtrasta,“ segir í umsögn Skógræktarfélagsins. Einnig hafi komið fram að austur-vesturbrautin sé á undanþágu. Valdís kveðst ekki þekkja til þess að flugmálayfirvöld hafi þær lagaheimildir sem skógræktarmenn vísi til. Flugbrautin sé ekki á undanþágu. „Flugmálastjórn Íslands er ekki að gefa undanþágu frá reglum eða stuðla að því að flugöryggi sé ógnað,“ segir hún. Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi, sem fékk málinu frestað í umhverfisnefnd í síðustu viku til að fá álit Skógræktarfélagsins, segir ljóst að Isavia hafi stórlega vanáætlað fjölda trjáa sem þyrfti að fórna. Rætt hafi verið um 170 tré að hámarki. Það væru aðeins fyrstu trén sem féllu. „Flugbrautin á að vera þarna til 2024. Grenitrén sem enn stæðu eftir halda áfram að vaxa og á endanum yrði greniskógurinn á þessu svæði allur felldur,“ segir Gísli Marteinn. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Hættan sem steðjar að flugumferð á Reykjavíkurflugvelli virðist hafa verið ýkt í bréfi flugvallarstjóra Isavia til Reykjavíkurborgar í september síðastliðnum. Í bréfinu til borgarinnar sagði Jón Baldvin Pálsson flugvallarstjóri að athuganir við austur-vesturflugbraut sýndu að tré í Öskjuhlíð væru vaxin „verulega upp fyrir hindranaflöt flugbrautarinnar og þar með orðin hætta fyrir flugvélar í aðflugi og flugtaki“. Lækka þyrfti tré í skóginum. Brýnt öryggismál væri að hraða því eins og kostur væri. Umhverfis- og samgönguráð borgarinnar hafnaði í gær ósk Isavia um að lækka trén. Friðþór Eydal, talsmaður Isavia, segir enn of snemmt fyrir félagið að tjá sig um niðurstöðu ráðsins og vísaði á eftirlitsaðilann, Flugmálastjórn. Valdís Ásta Aðalsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Flugmálastjórnar, segir ekki rétt að flugi stafi nú þegar hætta af trjánum í Öskjuhlíð. Isavia hafi þó fyrr á þessu ári, með samþykki Flugmálastjórnar, breytt verklagsreglum þannig að aðflug yfir Öskjuhlíðina að umræddri braut sé brattara en áður. Það ógni ekki flugöryggi. „Fyrir reynda flugmenn held ég að það sé alveg gott og gilt. Aðflugið inn á völlinn er aðeins erfiðara en ekki hættulegt,“ segir Valdís. Skógræktarfélag Reykjavíkur segir í umsögn til umhverfisráðs útilokað að saga ofan af trjám eins og Isavia leggi til án þess að trén drepist eða stórskaðist. Skógræktarmenn hafi á þriðjudag hitt fulltrúa Isavia sem hafi kveðið flugmálayfirvöld hafa lagaheimildir til að „fjarlægja fyrirstöður“ til að bæta flugöryggi. „Isavia vildi heldur vinna málið í sátt við hlutaðeigandi aðila en að beita þeirri heimild til hins ýtrasta,“ segir í umsögn Skógræktarfélagsins. Einnig hafi komið fram að austur-vesturbrautin sé á undanþágu. Valdís kveðst ekki þekkja til þess að flugmálayfirvöld hafi þær lagaheimildir sem skógræktarmenn vísi til. Flugbrautin sé ekki á undanþágu. „Flugmálastjórn Íslands er ekki að gefa undanþágu frá reglum eða stuðla að því að flugöryggi sé ógnað,“ segir hún. Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi, sem fékk málinu frestað í umhverfisnefnd í síðustu viku til að fá álit Skógræktarfélagsins, segir ljóst að Isavia hafi stórlega vanáætlað fjölda trjáa sem þyrfti að fórna. Rætt hafi verið um 170 tré að hámarki. Það væru aðeins fyrstu trén sem féllu. „Flugbrautin á að vera þarna til 2024. Grenitrén sem enn stæðu eftir halda áfram að vaxa og á endanum yrði greniskógurinn á þessu svæði allur felldur,“ segir Gísli Marteinn. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira