Innlent

Segja „Ása morðingja“ höfuðpaurinn í amfetamínmálinu

Bræðurnir Jón Baldur og Jónas Fannar Valdimarssynir upplýstu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun um það hver höfuðpaurinn væri í stórfelldu fíkniefnainnflutningsmáli sem þeir eru ákærðir í.

Jón Baldur, sem bar vitni á undan, sagði að þeir bræður hefðu hitt mann, sem væri kallaður Ási morðingi, á Skalla í Árbæ skömmu áður en þeir fóru til Kaupmannahafnar í janúar síðastliðnum, þar sem þeir fluttu nítján kíló af amfetamíni og 1,7 lítra af amfetamínbasa til landsins.

Jónas Fannar sagði að „Ási morðingi“ héti Ársæll Snorrason. Spurður hversvegna hann hefði nafngreint manninn á seinni stigum rannsóknarinnar, svaraði hann því til að það væri vegna þess að hann hefði óttast um fjölskyldu sína. Maðurinn sé aftur á móti látinn í dag. Því hafi hann nafngreint hann fyrir rétti.

Þrír Íslendingar eru ákærðir fyrir að leggja á ráðin um að flytja fíkniefni til landsins, en þeir Símon Páll Jónsson og Jón Baldur saka hvorn annan um að hafa skipulagt innflutninginn. Allir játa þeir þó að hafa komið að innflutningunum á einhverjum stigum málsins.


Tengdar fréttir

Töluverð öryggisgæsla vegna réttarhalda

Réttarhöld eru hafin í Héraðsdómi Reykjavíkur yfir sjö karlmönnum sem hafa verið ákærðir fyrir að flytja rúmlega nítján kíló af amfetamíni til landsins með pósti frá Kaupmannahöfn í janúar á þessu ári.

Segist hafa verið hafður að fífli - sakborningar benda hvor á annan

"Símon er búinn að hafa mig að fífli,"sagði Jón Baldur Valdimarsson reiður í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun, en hann er ákærður fyrir að hafa lagt á ráðin og flutt inn nítján kíló af amfetamíni frá Kaupmannahöfn til Íslands í janúar síðastliðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×