Innlent

Töluverð öryggisgæsla vegna réttarhalda

Lögreglumaður leysir einn sakborninganna úr handjárnum.
Lögreglumaður leysir einn sakborninganna úr handjárnum. Mynd/GVA

Réttarhöld eru hafin í Héraðsdómi Reykjavíkur yfir sjö karlmönnum sem hafa verið ákærðir fyrir að flytja rúmlega nítján kíló af amfetamíni til landsins með pósti frá Kaupmannahöfn í janúar á þessu ári.

Tveir mannanna eru frá Litháen en hinir fimm eru Íslendingar. Töluverð öryggisgæsla er í réttarsalnum en þar sitja tveir einkennisklæddir lögreglumenn, nokkrir óeinkennisklæddir og svo fangaflutningamenn.

Hæstiréttur Íslands staðfesti í gær að mennirnir fengu ekki að hlýða á vitnisburð hvors annars við skýrslugjöf í málinu, sem er nýmæli. Mennirnir eru færðir í handjárn áður en þeir eru leiddir út úr réttarsalnum.

Fyrsta vitnið, Símon Páll Jónsson bar fyrstur vitni. Hann játaði að hafa póstlagt fíkniefnin en neitaði að hafa komið að skipulagningu innflutningsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×