Draumatölur frá BMW Finnur Thorlacius skrifar 11. september 2013 08:45 Hver vill ekki eiga bíl sem er 345 hestöfl, 4,5 sekúndur í hundraðið en eyðir aðeins 4,3 lítrum á hverja 100 kílómetra? Þeir eru líklega margir og þá er bara eitt að gera, kaupa sér BMW 5 Alpina D3 Bi-Turbo. Þessi bíll er með sex strokka dísilvél og tvær túrbínur og hann má bæði fá sem venjulegan sedan bíl og í station útgáfu sem hentar vel til langra ferðalaga. Í þeim ferðalögum má flýta sér verulega á þýsku hraðbrautunum því hámarkshraði bílsins er 278 km/klst. Þessi bíll er ætlaður á markað í Evrópu og hann mun ekki fást í Bandaríkjunum þar sem heimamenn þar eru ekki ginkeyptir fyrir dísilbílum. Það gæti þó verið að breytast. Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent
Hver vill ekki eiga bíl sem er 345 hestöfl, 4,5 sekúndur í hundraðið en eyðir aðeins 4,3 lítrum á hverja 100 kílómetra? Þeir eru líklega margir og þá er bara eitt að gera, kaupa sér BMW 5 Alpina D3 Bi-Turbo. Þessi bíll er með sex strokka dísilvél og tvær túrbínur og hann má bæði fá sem venjulegan sedan bíl og í station útgáfu sem hentar vel til langra ferðalaga. Í þeim ferðalögum má flýta sér verulega á þýsku hraðbrautunum því hámarkshraði bílsins er 278 km/klst. Þessi bíll er ætlaður á markað í Evrópu og hann mun ekki fást í Bandaríkjunum þar sem heimamenn þar eru ekki ginkeyptir fyrir dísilbílum. Það gæti þó verið að breytast.
Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent