DiCaprio stofnar lið í rafformúlunni Finnur Thorlacius skrifar 13. desember 2013 09:15 Leonardo DiCaprio Hollywood leikarinn Leonardo DiCaprio er ekki allur þar sem hann er séður og bílaáhugi hans, sérlega á rafdrifnum bílum, er ekki öllum kunnur. Nú hefur DiCaprio tekið þennan áhuga í nýjar hæðir og stofnað keppnislið í Formula E, eða formúlukeppni rafmagnsbíla sem hefst á næsta ári. Liðið stofnaði hann með Gildo Pallanca Pastor, eiganda bílaframleiðandans Venturi Automobile og er lið þeirra það tíunda sem skráir sig til leiks. Liðið er með höfuðstöðvar í Mónakó. Það eru engir aumingjar sem skráð hafa sig til leiks í Formula E því lið frá Renault og McLaren eru einnig þátttakendur og Richard Branson er einnig með lið. Keppnir munu fara fram í 10 borgum, þar á meðal Peking, Los Angeles, Berlín, London, Miami og Buenos Aires. Keppni þessi var sett á fót til að vekja áhuga á rafmagnsbílum og getu þeirra sem stuðla mætti til aukins áhuga almennings á rafmagnbílum og þeim jákvæðu umhverfisáhrifum sem þeim fylgja. Ekki er að spyrja að því að þátttaka DiCaprio í þessari keppni mun varpa auknu ljósi á hana og munu fjölmiðlar vafalaust fylgjast vel með þegar keppni hefst. Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent
Hollywood leikarinn Leonardo DiCaprio er ekki allur þar sem hann er séður og bílaáhugi hans, sérlega á rafdrifnum bílum, er ekki öllum kunnur. Nú hefur DiCaprio tekið þennan áhuga í nýjar hæðir og stofnað keppnislið í Formula E, eða formúlukeppni rafmagnsbíla sem hefst á næsta ári. Liðið stofnaði hann með Gildo Pallanca Pastor, eiganda bílaframleiðandans Venturi Automobile og er lið þeirra það tíunda sem skráir sig til leiks. Liðið er með höfuðstöðvar í Mónakó. Það eru engir aumingjar sem skráð hafa sig til leiks í Formula E því lið frá Renault og McLaren eru einnig þátttakendur og Richard Branson er einnig með lið. Keppnir munu fara fram í 10 borgum, þar á meðal Peking, Los Angeles, Berlín, London, Miami og Buenos Aires. Keppni þessi var sett á fót til að vekja áhuga á rafmagnsbílum og getu þeirra sem stuðla mætti til aukins áhuga almennings á rafmagnbílum og þeim jákvæðu umhverfisáhrifum sem þeim fylgja. Ekki er að spyrja að því að þátttaka DiCaprio í þessari keppni mun varpa auknu ljósi á hana og munu fjölmiðlar vafalaust fylgjast vel með þegar keppni hefst.
Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent