Ferrari kært vegna yfirtöku á Facebook síðu áhugamanns Finnur Thorlacius skrifar 8. apríl 2014 11:15 Ferrari F430. Sammy Wasem var aðeins 15 ára er hann stofnaði Ferrari áhugamannasíðu á Facebook sem varð meðal vinsælustu síðna á samfélagsvefnum. Nú 6 árum síðar hefur hann farið í mál vegna yfirtöku Ferrari fyrirtæksins á síðunni. Wasem, sem er áhugakeppnisökumaður, fékk ótrúlegan fjölda heimsókna á síðu sína en hagnaðist ekkert á henni. Einn daginn tók Ferrari sér það vald að yfirtaka síðu hans á þeim forsendum að Wasem notaði síðu sína til að láta vita af 18 ára afmælisdegi sínum og að auglýsa varning á síðunni sem ekki var framleiddur af Ferrari, þó svo hann hafi ekki haft af því neinar tekjur. Ferrari vildi meina að síða hans skaðaði merki þeirra. Ferrari fór ekki sömu leið og Coca Cola gerði er það réði tvo stofnendur vinsællar Facebook síðu sem greindi frá vörum þess og fóru aðdáendur þeirrar síðu úr 2 milljónum aðdáenda í 80 milljónir fyrir vikið og bæði stofnendur hennar og Coca Cola una nú glaðir við sitt. Þess í stað réði Ferrari lögfræðinga til að gæta merkis síns og stendur nú í harðri baráttu gegn unga manninum og síðu hans. Ungi maðurinn og faðir hans hafa nú einnig ráðið lögfræðinga til að gæta réttar síns og vilja meina að ekkert fyrirtæki geti tekið sér það vald að taka yfir áhugamannasíður, þar sem ekkert brotlegt hefur verið gert á síðunni frá upphafi. Fara þeir fram á 11 milljón dollara bætur frá Ferrari vegna yfirtöku síðunnar, eða 1.240 milljóna króna. Verður mál þeirra tekið fyrir nú í apríl og verður forvitnilegt að sjá hverjar lyktir þessa máls verða. Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent
Sammy Wasem var aðeins 15 ára er hann stofnaði Ferrari áhugamannasíðu á Facebook sem varð meðal vinsælustu síðna á samfélagsvefnum. Nú 6 árum síðar hefur hann farið í mál vegna yfirtöku Ferrari fyrirtæksins á síðunni. Wasem, sem er áhugakeppnisökumaður, fékk ótrúlegan fjölda heimsókna á síðu sína en hagnaðist ekkert á henni. Einn daginn tók Ferrari sér það vald að yfirtaka síðu hans á þeim forsendum að Wasem notaði síðu sína til að láta vita af 18 ára afmælisdegi sínum og að auglýsa varning á síðunni sem ekki var framleiddur af Ferrari, þó svo hann hafi ekki haft af því neinar tekjur. Ferrari vildi meina að síða hans skaðaði merki þeirra. Ferrari fór ekki sömu leið og Coca Cola gerði er það réði tvo stofnendur vinsællar Facebook síðu sem greindi frá vörum þess og fóru aðdáendur þeirrar síðu úr 2 milljónum aðdáenda í 80 milljónir fyrir vikið og bæði stofnendur hennar og Coca Cola una nú glaðir við sitt. Þess í stað réði Ferrari lögfræðinga til að gæta merkis síns og stendur nú í harðri baráttu gegn unga manninum og síðu hans. Ungi maðurinn og faðir hans hafa nú einnig ráðið lögfræðinga til að gæta réttar síns og vilja meina að ekkert fyrirtæki geti tekið sér það vald að taka yfir áhugamannasíður, þar sem ekkert brotlegt hefur verið gert á síðunni frá upphafi. Fara þeir fram á 11 milljón dollara bætur frá Ferrari vegna yfirtöku síðunnar, eða 1.240 milljóna króna. Verður mál þeirra tekið fyrir nú í apríl og verður forvitnilegt að sjá hverjar lyktir þessa máls verða.
Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent