Erlendir bílar seljast vel í Japan Finnur Thorlacius skrifar 14. maí 2014 11:31 Mercedes Benz er nú söluhæsta lúxusbílamerkið í Japan, á undan Lexus. Bílar erlendra bílaframleiðenda hafa aldrei selst sérlega vel í bílframleiðslulandinu Japan, en breyting hefur orðið á því. Í fyrra seldust þar fleiri erlendir bílar en síðustu 7 ár, eða frá árinu 2007. Flestum erlendum bílaframleiðendum hefur vart fundist ástæða til að markaðssetja bíla sína í Japan og hafði forstjóri Ford, Alan Mulally það á orði að Japan væri lokaðasta land heims er kemur að sölu bíla. Staðreyndin er ennþá sú að 90% allra seldra bíla í Japan eru japanskir. Mikil sala er í agnarsmáum bílum og þar eru japanskir framleiðendur sterkastir og því hefur sala evrópskra og bandaríksra bílaframleiðenda ekki mikið átt upp á dekk þar. Mercedes Benz er einn af þeim framleiðendum sem þó náðu góðum árangri í Japan í fyrra og seldu fyrirtækið 59.774 bíla í þar og jók söluna um 60% á milli ára. Það sem meira er, Mercedes Benz varð í fyrra söluhærra bílamerki í Japan en Lexus, sem þó er framleiddur þar og með því varð Benz söluhæsta lúxusbílamerkið. Maserati tvöfaldaði sölu sína í Japan í fyrra. Viðbrögð yfirvalda í Japan við þessari þróun var sú að hækka tolla á innfluttum bílum úr 5% í 8%. Efnahagsástand í Japan hefur verið á uppleið undanfarið og er því búist við að lúxusbílar erlendra framleiðenda haldi áfram að seljast vel þrátt fyrir þessa hækkun. Volkswagen er söluhæsta erlenda bílamerkið í Japan og hjálpaði það verulega uppá að Volkswagen Golf var kjörinn bíll ársins í Japan í fyrra. Volkswagen hefur verið söluhæsta erlenda bílamerkið í Japan síðastliðin 14 ár. Lúxusbílaframleiðendurnir kepptust við að kynna smærri bíla sína fyrir Japönskum kaupendum og fjölgaði verulega í framboði á slíkum bílum í fyrra. Mercedes seldi vel af litla A-Class bíl sínum og Ford kynnti Fiesta í fyrsta skipti síðan árið 2007 og gekk sala hans vel. Einnig seldi Volvo vel af V40 bílnum. Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent
Bílar erlendra bílaframleiðenda hafa aldrei selst sérlega vel í bílframleiðslulandinu Japan, en breyting hefur orðið á því. Í fyrra seldust þar fleiri erlendir bílar en síðustu 7 ár, eða frá árinu 2007. Flestum erlendum bílaframleiðendum hefur vart fundist ástæða til að markaðssetja bíla sína í Japan og hafði forstjóri Ford, Alan Mulally það á orði að Japan væri lokaðasta land heims er kemur að sölu bíla. Staðreyndin er ennþá sú að 90% allra seldra bíla í Japan eru japanskir. Mikil sala er í agnarsmáum bílum og þar eru japanskir framleiðendur sterkastir og því hefur sala evrópskra og bandaríksra bílaframleiðenda ekki mikið átt upp á dekk þar. Mercedes Benz er einn af þeim framleiðendum sem þó náðu góðum árangri í Japan í fyrra og seldu fyrirtækið 59.774 bíla í þar og jók söluna um 60% á milli ára. Það sem meira er, Mercedes Benz varð í fyrra söluhærra bílamerki í Japan en Lexus, sem þó er framleiddur þar og með því varð Benz söluhæsta lúxusbílamerkið. Maserati tvöfaldaði sölu sína í Japan í fyrra. Viðbrögð yfirvalda í Japan við þessari þróun var sú að hækka tolla á innfluttum bílum úr 5% í 8%. Efnahagsástand í Japan hefur verið á uppleið undanfarið og er því búist við að lúxusbílar erlendra framleiðenda haldi áfram að seljast vel þrátt fyrir þessa hækkun. Volkswagen er söluhæsta erlenda bílamerkið í Japan og hjálpaði það verulega uppá að Volkswagen Golf var kjörinn bíll ársins í Japan í fyrra. Volkswagen hefur verið söluhæsta erlenda bílamerkið í Japan síðastliðin 14 ár. Lúxusbílaframleiðendurnir kepptust við að kynna smærri bíla sína fyrir Japönskum kaupendum og fjölgaði verulega í framboði á slíkum bílum í fyrra. Mercedes seldi vel af litla A-Class bíl sínum og Ford kynnti Fiesta í fyrsta skipti síðan árið 2007 og gekk sala hans vel. Einnig seldi Volvo vel af V40 bílnum.
Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent