Audi hættir með CVT-skiptingar Finnur Thorlacius skrifar 25. júlí 2014 09:56 Audi A6. Margir bílaframleiðendur útbúa bíla sína með CVT-reimaskiptingum, sér í agi minni bíla eða Hybrid bíla sína og hefur þeim farið fjölgandi á síðustu árum. Segja má að ekki sé mikil hrifning meðal margra bílaáhugamanna með þessar skiptingar en réttlæting þeirra er oftast skýrð út með lágri eyðslu. Einn þeirra bílaframleiðenda sem fyrst hóf að nota CVT-skiptingar var Audi, sem nefndi þær Multimatic og voru þær notaðar með stærri vélum en hjá flestum öðrum bílaframleiðendum. Audi hefur notað þessar skiptingar í nokkrum útfærslum framdrifinna A4, A5 og A6 bíla sinna, en þær hafa ekki verið notaðar í fjórhjóladrifnum Audi bílum. Audi hefur nú tekið þá ákvörðun að hætta að bjóða bíla sína með slíkum skiptingum. Í stað þeirra munu koma sjálfskiptingar með tvöfaldri kúplingu sem nefndar hafa verið S-tronic. Munu margir fagna þeirri umskiptingu. Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent
Margir bílaframleiðendur útbúa bíla sína með CVT-reimaskiptingum, sér í agi minni bíla eða Hybrid bíla sína og hefur þeim farið fjölgandi á síðustu árum. Segja má að ekki sé mikil hrifning meðal margra bílaáhugamanna með þessar skiptingar en réttlæting þeirra er oftast skýrð út með lágri eyðslu. Einn þeirra bílaframleiðenda sem fyrst hóf að nota CVT-skiptingar var Audi, sem nefndi þær Multimatic og voru þær notaðar með stærri vélum en hjá flestum öðrum bílaframleiðendum. Audi hefur notað þessar skiptingar í nokkrum útfærslum framdrifinna A4, A5 og A6 bíla sinna, en þær hafa ekki verið notaðar í fjórhjóladrifnum Audi bílum. Audi hefur nú tekið þá ákvörðun að hætta að bjóða bíla sína með slíkum skiptingum. Í stað þeirra munu koma sjálfskiptingar með tvöfaldri kúplingu sem nefndar hafa verið S-tronic. Munu margir fagna þeirri umskiptingu.
Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent