Menning

Sigríður á opnunartónleikum Múlans

Sigríður Thorlacius verður í aðalhlutverki á opnunartónleikum Múlans í kvöld.
Sigríður Thorlacius verður í aðalhlutverki á opnunartónleikum Múlans í kvöld. Vísir/Valli
Jazzklúbburinn Múlinn er að hefja starfsemi sína á nýjan leik eftir sumarfrí og býður upp á tónleika með söngkonunni Sigríði Thorlacius í aðalhlutverki sem opnunaratriði. Söngkonan kemur fram ásamt Múlasextettinum sem skipaður er Birki Frey Matthíassyni sem leikur á trompet, saxófónleikurunum Hauki Gröndal og Ólafi Jónssyni, píanóleikaranum Eyþóri Gunnarssyni, Þorgrími Jónssyni sem leikur á bassa og trommuleikaranum Scott McLemore. Leikin verður tónlist frá fimmta áratugnum í anda Als Cohn, Zotts Sims og fleiri ásamt útsetningum af ýmsum djassperlum sem Sigríður syngur.



Tónleikarnir, sem hefjast klukkan 21, fara fram á Björtuloftum á 5. hæð í Hörpu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×