Aftur til framtíðar! - Land Cruiser 70 Finnur Thorlacius skrifar 6. janúar 2015 12:15 Toyota Land Cruiser 70. Rúm 20 ár eru síðan að fyrirtækið Ísfar ehf var stofnað af nokkrum galvöskum drengjum til að standa að útflutningi breyttra jeppa til Þýskalands, einkum Toyota Hilux. Einn aðstandenda þessa fyrirtækis, Jón Baldur Þorbjörnsson, nýtti sér þar sína bíltæknifræðikunnáttu, en hann menntaði sig í München. Eftir að hafa stýrt tæknideild Bifreiðaskoðunar um nokkurra ára skeið reyndi hann fyrir sér á þennan hátt, en afraksturinn var heldur dræmur, nokkrir bílar seldir til Þýskalands og að auki tveir mikið breyttir bílar til ríkasta manns Lettlands á þeim tíma.Einfaldur, sterkur og endingargóður Í dag hefur dæmið snúist við og Ísfar ehf. er orðinn innflutningsaðili fyrir einn af fáum alvöru jeppum sem enn eru framleiddir í heiminum –hvað annað en Toyota?! Nú er það 70 –gerðin svokallaða, sem framleidd hefur verið nánast óbreytt í 30 ár, einkum fyrir Mið-Asíu, Afríku og Ástralíu. Þessi gerð er með heila grind og framhásingu, sem þótti sjálfsagt mál þá, en síðan hefur saxast verulega á þessa útfærslu fjórhjóladrifinna bíla. Bílar af 70-gerðinni voru fluttir inn til Íslands í nokkru magni í kring um aldamótin 2000 og urðu mjög vinsælir vegna einfaldleika, endingar og styrks. Vegna hertra mengunarreglna var þeim innflutningi þó hætt árið 2001.Endurlífgaður í Evrópu Sívaxandi eftirspurn eftir duglegum og vandræðalausum ferðabílum og atvinnubílum fyrir erfiðustu aðstæður hefur valdið því að Þjóðverjar hafa núna á síðustu árum smíðað búnað fyrir dísilvélar þessara bíla, sem gerir 6 strokka 4,2 línuvélinni með gamla, ódrepandi stjörnuolíuverkinu kleift að uppfylla þær kröfur um útblástur sem Euro 5 staðallinn mælir fyrir um. Það þýðir að í Þýskalandi, og þar með öllum öðrum Evrópuríkjum, fæst bíllinn nú skráður á ný. Segja má að hann hafi verið með þessu endurlífgaður í Evrópu og nýtur þar strax mikilla vinsælda. Það má sjá af því einu að nánast ógerningur er að fá þessa bíla keypta notaða erlendis.Hagnýtur til allra verkaSú þróun í framleiðslu 70 gerðarinnar hefur orðið í millitíðinni að auk þriggja dyra háþekjunnar, sem fyrst og fremst var flutt til Íslands á sínum tíma og ber gerðarheitið J 78 og skúffubílsins J 79, var hafin framleiðsla á 5 dyra 76-gerðinni 2007. Sá bíll er með ekta jeppalagi og mikið notaður af friðarsveitum og rauðakrossdeildum í Mið-Asíu og Afríku. Má segja að hér sé um arftaka gömlu J 60 gerðarinnar að ræða. Stóra nýjungin í framleiðslulínunni er þó Double Cabinn, eða skúffubíll með tvöföldu ökumannshúsi. Hann kom á sjónarsviðið 2012 og virðist sem þar sé kominn ákaflega hagnýtur bíll til allra verka þar sem flutningur á farmi og fólki er málið.Bensín í stað dísilsNokkur ár eru síðan að bensinvélin braust inn í þessi helgu vé dísilbílanna hjá Toyota. Fyrir valinu varð 4 lítra V6 vélin (Tacoma og FJ Cruiser) sem með sínum 228 hestöflum er nokkru öflugri en dísilvélin, þrátt fyrir um 40% aflaukningu dísilsins með ísettri túrbínu og millikæli. Þriggja dyra háþekjan er enn eingöngu framleidd með dísilvélinni en hinar gerðirnar eru í dag jafnt boðnar með bensín- sem dísilvélum. Frá 7,5 til 13,5 milljónirVerð bílanna ræðst af misjöfnum vörugjöldum vegna mismundandi gerða yfirbyggingar og vélargerð. Þar sem bensínvélin krefst minni búnaðar til að uppfylla evrópskar kröfur um mengunarvarnir er sú útgáfa um 7.000 evrum ódýrari í innkaupi heldur en sambærilegir bílar með dísilvél. Þannig mun verð þessara bíla, sem allir eru þó af sama meiði, fyrirsjáanlega spanna 7,5 til 13,5 milljóna króna, skráðir og tilbúnir til aksturs á íslenskum vegum – og vegleysum. Tiltölulega auðvelt er að breyta þessum bílum, t.d. fyrir 38“ dekk. Slík breyting kostar t.d. hjá Arctic Trucks um 3 milljónir króna. Þeir eru einnig fáanlegir með ýmsum aukabúnaði s.s. driflæsingum frá Toyota að framan og aftan, rafmagnsspili og túrbínu og millikæli frá þýskum framleiðendum. Eins og innflutningstölur fyrir bíla hafa sýnt og sannað í gegnum árin er Toyota greinilega bíll fyrir Ísland. En Ísland er líka land fyrir Toyota, a.m.k.fyrir 70-gerðina! Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent
Rúm 20 ár eru síðan að fyrirtækið Ísfar ehf var stofnað af nokkrum galvöskum drengjum til að standa að útflutningi breyttra jeppa til Þýskalands, einkum Toyota Hilux. Einn aðstandenda þessa fyrirtækis, Jón Baldur Þorbjörnsson, nýtti sér þar sína bíltæknifræðikunnáttu, en hann menntaði sig í München. Eftir að hafa stýrt tæknideild Bifreiðaskoðunar um nokkurra ára skeið reyndi hann fyrir sér á þennan hátt, en afraksturinn var heldur dræmur, nokkrir bílar seldir til Þýskalands og að auki tveir mikið breyttir bílar til ríkasta manns Lettlands á þeim tíma.Einfaldur, sterkur og endingargóður Í dag hefur dæmið snúist við og Ísfar ehf. er orðinn innflutningsaðili fyrir einn af fáum alvöru jeppum sem enn eru framleiddir í heiminum –hvað annað en Toyota?! Nú er það 70 –gerðin svokallaða, sem framleidd hefur verið nánast óbreytt í 30 ár, einkum fyrir Mið-Asíu, Afríku og Ástralíu. Þessi gerð er með heila grind og framhásingu, sem þótti sjálfsagt mál þá, en síðan hefur saxast verulega á þessa útfærslu fjórhjóladrifinna bíla. Bílar af 70-gerðinni voru fluttir inn til Íslands í nokkru magni í kring um aldamótin 2000 og urðu mjög vinsælir vegna einfaldleika, endingar og styrks. Vegna hertra mengunarreglna var þeim innflutningi þó hætt árið 2001.Endurlífgaður í Evrópu Sívaxandi eftirspurn eftir duglegum og vandræðalausum ferðabílum og atvinnubílum fyrir erfiðustu aðstæður hefur valdið því að Þjóðverjar hafa núna á síðustu árum smíðað búnað fyrir dísilvélar þessara bíla, sem gerir 6 strokka 4,2 línuvélinni með gamla, ódrepandi stjörnuolíuverkinu kleift að uppfylla þær kröfur um útblástur sem Euro 5 staðallinn mælir fyrir um. Það þýðir að í Þýskalandi, og þar með öllum öðrum Evrópuríkjum, fæst bíllinn nú skráður á ný. Segja má að hann hafi verið með þessu endurlífgaður í Evrópu og nýtur þar strax mikilla vinsælda. Það má sjá af því einu að nánast ógerningur er að fá þessa bíla keypta notaða erlendis.Hagnýtur til allra verkaSú þróun í framleiðslu 70 gerðarinnar hefur orðið í millitíðinni að auk þriggja dyra háþekjunnar, sem fyrst og fremst var flutt til Íslands á sínum tíma og ber gerðarheitið J 78 og skúffubílsins J 79, var hafin framleiðsla á 5 dyra 76-gerðinni 2007. Sá bíll er með ekta jeppalagi og mikið notaður af friðarsveitum og rauðakrossdeildum í Mið-Asíu og Afríku. Má segja að hér sé um arftaka gömlu J 60 gerðarinnar að ræða. Stóra nýjungin í framleiðslulínunni er þó Double Cabinn, eða skúffubíll með tvöföldu ökumannshúsi. Hann kom á sjónarsviðið 2012 og virðist sem þar sé kominn ákaflega hagnýtur bíll til allra verka þar sem flutningur á farmi og fólki er málið.Bensín í stað dísilsNokkur ár eru síðan að bensinvélin braust inn í þessi helgu vé dísilbílanna hjá Toyota. Fyrir valinu varð 4 lítra V6 vélin (Tacoma og FJ Cruiser) sem með sínum 228 hestöflum er nokkru öflugri en dísilvélin, þrátt fyrir um 40% aflaukningu dísilsins með ísettri túrbínu og millikæli. Þriggja dyra háþekjan er enn eingöngu framleidd með dísilvélinni en hinar gerðirnar eru í dag jafnt boðnar með bensín- sem dísilvélum. Frá 7,5 til 13,5 milljónirVerð bílanna ræðst af misjöfnum vörugjöldum vegna mismundandi gerða yfirbyggingar og vélargerð. Þar sem bensínvélin krefst minni búnaðar til að uppfylla evrópskar kröfur um mengunarvarnir er sú útgáfa um 7.000 evrum ódýrari í innkaupi heldur en sambærilegir bílar með dísilvél. Þannig mun verð þessara bíla, sem allir eru þó af sama meiði, fyrirsjáanlega spanna 7,5 til 13,5 milljóna króna, skráðir og tilbúnir til aksturs á íslenskum vegum – og vegleysum. Tiltölulega auðvelt er að breyta þessum bílum, t.d. fyrir 38“ dekk. Slík breyting kostar t.d. hjá Arctic Trucks um 3 milljónir króna. Þeir eru einnig fáanlegir með ýmsum aukabúnaði s.s. driflæsingum frá Toyota að framan og aftan, rafmagnsspili og túrbínu og millikæli frá þýskum framleiðendum. Eins og innflutningstölur fyrir bíla hafa sýnt og sannað í gegnum árin er Toyota greinilega bíll fyrir Ísland. En Ísland er líka land fyrir Toyota, a.m.k.fyrir 70-gerðina!
Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent