MTM Audi RS6 með 750 hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 6. mars 2015 10:20 MTM útgáfa af Audi RS6. Hefðbundinn Audi RS6 er 560 hestafla bíll þó svo hann líti út fyrir að vera venjulegur mjólkurbúðarbíll af langbaksgerð. Sannkallaður úlfur í sauðargæru. Það finnst þó breytingafyrirtækinu MTM alls ekki nóg og hefur kreist út úr 4,0 lítra V8 vél hans, sem einnig er með tveimur forþjöppum, heil 750 hestöfl og 697 pund-feta tog. Auk aflaukningarinnar hefur MTM létt bílinn um nærri 100 kíló svo ímynda má sér að hann sé ári sprækur með sitt kunna Audi fjórhjóladrif. MTM hefur sett 21 tommu álfelgur undir bílinn, svo geta má sér til um að hann sé örlítið hastur fyrir vikið, enda fjöðrunin mjög sportleg og hörð. Innrétting bílsins er appelsínugul og mjög áberandi og kannski ekki fyrir alla. Það verður enginn lengi í mjólkurbúðina á þessum bíl, enda er hann með þessu sniði ef til vill hentugri sem brautarbíll en í snattið. Appelsínugul innrétting bílsins er lagleg en langt frá því lágstemmd. Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent
Hefðbundinn Audi RS6 er 560 hestafla bíll þó svo hann líti út fyrir að vera venjulegur mjólkurbúðarbíll af langbaksgerð. Sannkallaður úlfur í sauðargæru. Það finnst þó breytingafyrirtækinu MTM alls ekki nóg og hefur kreist út úr 4,0 lítra V8 vél hans, sem einnig er með tveimur forþjöppum, heil 750 hestöfl og 697 pund-feta tog. Auk aflaukningarinnar hefur MTM létt bílinn um nærri 100 kíló svo ímynda má sér að hann sé ári sprækur með sitt kunna Audi fjórhjóladrif. MTM hefur sett 21 tommu álfelgur undir bílinn, svo geta má sér til um að hann sé örlítið hastur fyrir vikið, enda fjöðrunin mjög sportleg og hörð. Innrétting bílsins er appelsínugul og mjög áberandi og kannski ekki fyrir alla. Það verður enginn lengi í mjólkurbúðina á þessum bíl, enda er hann með þessu sniði ef til vill hentugri sem brautarbíll en í snattið. Appelsínugul innrétting bílsins er lagleg en langt frá því lágstemmd.
Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent