Lúxusjeppar hafa leyst af lúxusfólksbíla vestanhafs Finnur Thorlacius skrifar 29. apríl 2015 09:47 Lúxusjeppinn át lúxusfólksbílinn. Þeir sem efni höfðu á lúxusbílum á síðustu öld í Bandaríkjunum og vildu sýna ríkidæmi sitt keyptu gjarnan stóra lúxusbíla svo sem Cadillac, Lincoln, eða Mercedes. Nú eru breyttir tímar og flestir þeir sem efni hafa á dýrum lúxusbílum kaupa frekar lúxusjeppa frá þýsku bílaframleiðendunum eða Cadillac Escalade. Uppúr 1950 buðu bandarískir bílaframleiðendur risastóra lúxusfólksbíla sem heilluðu landann og stærð þeirra var á þá lund að í skotti þeirra hefði verið hægt að skjóta upp NASA eldflaugum. Þessi þróun hélst næstum fram að síðustu aldamótum, en árið 1998 var ef til vill árið sem þetta breyttist mest. Þá fór að bera meira á lúxusjeppum og stöðutáknið breyttist í bíla eins og Mercedes Benz M-Class og Lincoln Navigator jeppana. Svo komu jeppar eins og BMW X5, Range Rover, Porsche Cayenne og Audi Q7 og enginn var maður með mönnum nema eiga lúxusjeppa. Efnaðar fjölskyldur áttu gjarnan einn stóran lúxusjeppa eins og BMW X5 sem eiginkonan skutlaði börnunum í í skólann en eiginmaðurinn átti Mercedes Benz S-Class lúxusfólksbíl því karlpeningurinn vildu ekki alveg yfirgefa þá góðu akstureiginleika sem fólksbílarnir hafa framyfir jeppana, en eiginkonurnar sáu meiri kosti í því að sitja hátt og hafa með því betra útsýni yfir veginn. Jepparnir voru fljótt jafn vel útbúnir og lúxusfólksbílarnir og urðu sífellt betri ökutæki og því fjölgaði þeim sem kusu jeppana framyfir lúxusfólksbílana. Brátt áttu allir sem höfðu mikið fé milli handanna lúxusjeppa. Það voru aðeins hörðustu bílaáhugamenn sem áttu áfram lúxusfólksbíla sem enn hafa talsvert meiri akstursgetu en jepparnir og voru ekki tilbúnir að fórna henni fyrir því að sitja hærra. Einnig hefur verið ýjað að því að kaupendur lúxusjeppanna hafi viljað horfa niður á þá sem áttu minni fólksbíla og hærri sætisstaða gerði það einmitt að verkum. Ef til vill mun Tesla Model S breyta þessum viðhorfum að einhverju leyti aftur, en þeir sem hafa prófað aksturhæfni þess bíls, fyrir utan það hve mörgum hugnast að aka um á umhverfisvænum bílum, gæti sveiflað pendúlnum eitthvað aftur af mjög aksturshæfum lúxusfólksbílum. Tesla hefur þó þurft að bregðast við þeirri óþrjótandi ást sem á lúxusjeppum er í Bandaríkjunum með nýjum bíl, Tesla Model X, sem er fjórhjóladrifinn jeppi eða jepplingur. Sá bíll fer í sölu á þessu ári. Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent
Þeir sem efni höfðu á lúxusbílum á síðustu öld í Bandaríkjunum og vildu sýna ríkidæmi sitt keyptu gjarnan stóra lúxusbíla svo sem Cadillac, Lincoln, eða Mercedes. Nú eru breyttir tímar og flestir þeir sem efni hafa á dýrum lúxusbílum kaupa frekar lúxusjeppa frá þýsku bílaframleiðendunum eða Cadillac Escalade. Uppúr 1950 buðu bandarískir bílaframleiðendur risastóra lúxusfólksbíla sem heilluðu landann og stærð þeirra var á þá lund að í skotti þeirra hefði verið hægt að skjóta upp NASA eldflaugum. Þessi þróun hélst næstum fram að síðustu aldamótum, en árið 1998 var ef til vill árið sem þetta breyttist mest. Þá fór að bera meira á lúxusjeppum og stöðutáknið breyttist í bíla eins og Mercedes Benz M-Class og Lincoln Navigator jeppana. Svo komu jeppar eins og BMW X5, Range Rover, Porsche Cayenne og Audi Q7 og enginn var maður með mönnum nema eiga lúxusjeppa. Efnaðar fjölskyldur áttu gjarnan einn stóran lúxusjeppa eins og BMW X5 sem eiginkonan skutlaði börnunum í í skólann en eiginmaðurinn átti Mercedes Benz S-Class lúxusfólksbíl því karlpeningurinn vildu ekki alveg yfirgefa þá góðu akstureiginleika sem fólksbílarnir hafa framyfir jeppana, en eiginkonurnar sáu meiri kosti í því að sitja hátt og hafa með því betra útsýni yfir veginn. Jepparnir voru fljótt jafn vel útbúnir og lúxusfólksbílarnir og urðu sífellt betri ökutæki og því fjölgaði þeim sem kusu jeppana framyfir lúxusfólksbílana. Brátt áttu allir sem höfðu mikið fé milli handanna lúxusjeppa. Það voru aðeins hörðustu bílaáhugamenn sem áttu áfram lúxusfólksbíla sem enn hafa talsvert meiri akstursgetu en jepparnir og voru ekki tilbúnir að fórna henni fyrir því að sitja hærra. Einnig hefur verið ýjað að því að kaupendur lúxusjeppanna hafi viljað horfa niður á þá sem áttu minni fólksbíla og hærri sætisstaða gerði það einmitt að verkum. Ef til vill mun Tesla Model S breyta þessum viðhorfum að einhverju leyti aftur, en þeir sem hafa prófað aksturhæfni þess bíls, fyrir utan það hve mörgum hugnast að aka um á umhverfisvænum bílum, gæti sveiflað pendúlnum eitthvað aftur af mjög aksturshæfum lúxusfólksbílum. Tesla hefur þó þurft að bregðast við þeirri óþrjótandi ást sem á lúxusjeppum er í Bandaríkjunum með nýjum bíl, Tesla Model X, sem er fjórhjóladrifinn jeppi eða jepplingur. Sá bíll fer í sölu á þessu ári.
Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent