Innlent

Rannsókn á leka ekki lokið

Snærós Sindradóttir skrifar
Hao Van Do og Thi Thuy Nguyen nýttu sér þjónustu Landspítalans við fæðingu dóttur sinnar, Söndru.
Hao Van Do og Thi Thuy Nguyen nýttu sér þjónustu Landspítalans við fæðingu dóttur sinnar, Söndru. vísir/vilhelm
Útlendingastofnun hefur ekki gefið Landspítalanum upplýsingar um hvaða starfsmaður lak trúnaðarupplýsingum um víetnömsk hjón til stofnunarinnar. Eins og áður hefur verið greint frá herma heimildir Fréttablaðsins að um félagsráðgjafa á spítalanum sé að ræða.

Hjónin nýttu sér þjónustu á Landspítalanum á meðgöngu og við fæðingu dóttur sinnar. Þau þurftu að tala við félagsráðgjafa til að útskýra stöðu sína hér á landi en konan var ekki með landvistarleyfi þó eiginmaður hennar hefði varanlegt landvistarleyfi hér á landi.

Útlendingastofnun fór fram á að lögregla rannsakaði hvort um málamyndahjúskap væri að ræða. Beiðni sinni til rökstuðnings sagðist hún hafa upplýsingar frá Landspítalanum um að konan væri barnaleg og ung en maður hennar óframfærinn.

Lögmaður hjónanna hefur kært leka Landspítalans til Persónuverndar og hefur kvörtun frá Persónuvernd nú þegar borist Landspítalanum. Spítalinn hefur ítrekað óskað eftir upplýsingum frá Útlendingastofnun um hvaða starfsmaður spítalans á að hafa hringt í stofnunina með þessar upplýsingar en án árangurs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×