Ford selur milljónasta F-150 pallbílinn með EcoBoost vél Finnur Thorlacius skrifar 30. júní 2016 10:18 Ford F150 með EcoBoost vél. Árið 2010 voru allir seldir Ford F-150 pallbílar seldir með V8 vél, en í dag seljast 60% af öllum F-150 bílum með V6 EcoBoost vélum með forþjöppum. Svo mikil hefur salan verið á þessum bílum að Ford hefur afgreitt eina milljón slíkra bíla og því er fagnað hjá Ford núna. Ford kynnti F-150 með V6 EcoBoost vél í 2011 árgerðinni af F-150, þ.e. 2,7 og 3,5 lítra útgáfur og með 2017 árgerðinni mun Ford kynna nýja gerð 3,5 lítra EcoBoost vélarinnar með stop-start tækni til að minnka eyðslu hennar enn frekar. Þessi vél verður tengd við nýja 10 gíra sjálfskiptingu. Ford segir að með tilkomu EcoBoost vélanna hafi eigendur F-150 bílanna sparað 110 milljón gallon af eldsneyti, eða 416 milljón lítra og munar um minna. Það hefur sparað eigendum þeirra 255 milljón dollara, eða hátt í 32 milljarða króna. EcoBoost vélar Ford einskorðast ekki við F-150 pallbílinn, heldur flestar bílgerðir sem Ford býður nú til sölu og eru þær af margvíslegri stærð. Ford hefur nú þegar smíðað yfir 5 milljónir EcoBoost véla síðan sú fyrsta var kynnt í Ford Taurus SHO bílnum árið 2009 og var sú vél með tveimur forþjöppum. Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Maðurinn er fundinn Innlent
Árið 2010 voru allir seldir Ford F-150 pallbílar seldir með V8 vél, en í dag seljast 60% af öllum F-150 bílum með V6 EcoBoost vélum með forþjöppum. Svo mikil hefur salan verið á þessum bílum að Ford hefur afgreitt eina milljón slíkra bíla og því er fagnað hjá Ford núna. Ford kynnti F-150 með V6 EcoBoost vél í 2011 árgerðinni af F-150, þ.e. 2,7 og 3,5 lítra útgáfur og með 2017 árgerðinni mun Ford kynna nýja gerð 3,5 lítra EcoBoost vélarinnar með stop-start tækni til að minnka eyðslu hennar enn frekar. Þessi vél verður tengd við nýja 10 gíra sjálfskiptingu. Ford segir að með tilkomu EcoBoost vélanna hafi eigendur F-150 bílanna sparað 110 milljón gallon af eldsneyti, eða 416 milljón lítra og munar um minna. Það hefur sparað eigendum þeirra 255 milljón dollara, eða hátt í 32 milljarða króna. EcoBoost vélar Ford einskorðast ekki við F-150 pallbílinn, heldur flestar bílgerðir sem Ford býður nú til sölu og eru þær af margvíslegri stærð. Ford hefur nú þegar smíðað yfir 5 milljónir EcoBoost véla síðan sú fyrsta var kynnt í Ford Taurus SHO bílnum árið 2009 og var sú vél með tveimur forþjöppum.
Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Maðurinn er fundinn Innlent