Lexus UX kynntur í París Finnur Thorlacius skrifar 12. september 2016 13:15 Lexus UX. Lexus mun kynna þenna nýja jeppa á bílasýningunni Í París sem hefst um næstu mánaðarmót. Þessi nýi bíll frá Lexus er djarflega teiknaður líkt og átt hefur við um nýjustu bíla Lexus síðustu misserin. Ekki fer hjá því að hann líkist í forminu BMW X6 og X4 bílunum og er væntanlega teflt fram gegn þeim. Fleiri og fleiri bílaframleiðendur hafa á undanförnum árum teflt fram jeppum eða jepplingum með “coupe”-lagi, þ.e. afturhallandi þaklínu. Bíll Lexus er með gríðarstór bretti sem ber með sér mikla torfærugetu og ekki draga stór dekk hans og felgur úr þeim áhrifum. Ekki er alveg ljóst hvort þessi bíll er tilbúinn til framleiðslu eða hvort um er að ræða tilraunabíl. Miðað við kynningu Lexus á NX jepplingnum sem fór svo gott sem óbreyttur í framleiðslu þá mætti ætla að Lexus geri ekki miklar breytingar á þessum bíl. Þessi nýi jeppi er jafn djarflega teiknaður og hann en þó með nokkru mýkri línum. Lexus hefur aðeins birt þessa einu mynd af bílnum svo óljóst er hvernig bíllinn lítur út að framan, en það kemur í ljós eftir um hálfan mánuð þegar Lexus sviptir af honum hulunni í París. Lexus segir að bíllinn sé einnig mjög framúrstefnulegur að innan og troðinn nýjustu tækni. Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent
Lexus mun kynna þenna nýja jeppa á bílasýningunni Í París sem hefst um næstu mánaðarmót. Þessi nýi bíll frá Lexus er djarflega teiknaður líkt og átt hefur við um nýjustu bíla Lexus síðustu misserin. Ekki fer hjá því að hann líkist í forminu BMW X6 og X4 bílunum og er væntanlega teflt fram gegn þeim. Fleiri og fleiri bílaframleiðendur hafa á undanförnum árum teflt fram jeppum eða jepplingum með “coupe”-lagi, þ.e. afturhallandi þaklínu. Bíll Lexus er með gríðarstór bretti sem ber með sér mikla torfærugetu og ekki draga stór dekk hans og felgur úr þeim áhrifum. Ekki er alveg ljóst hvort þessi bíll er tilbúinn til framleiðslu eða hvort um er að ræða tilraunabíl. Miðað við kynningu Lexus á NX jepplingnum sem fór svo gott sem óbreyttur í framleiðslu þá mætti ætla að Lexus geri ekki miklar breytingar á þessum bíl. Þessi nýi jeppi er jafn djarflega teiknaður og hann en þó með nokkru mýkri línum. Lexus hefur aðeins birt þessa einu mynd af bílnum svo óljóst er hvernig bíllinn lítur út að framan, en það kemur í ljós eftir um hálfan mánuð þegar Lexus sviptir af honum hulunni í París. Lexus segir að bíllinn sé einnig mjög framúrstefnulegur að innan og troðinn nýjustu tækni.
Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent