Kia næst stærsta bílamerkið á Íslandi Finnur Thorlacius skrifar 10. janúar 2017 10:51 Kia Sportage er vinsæll jepplingur og selst vel hérlendis sem annarsstaðar. Kia náði metsölu á Íslandi á árinu 2016. Alls seldust 1.722 nýir Kia bílar á árinu og hafa aldrei áður selst jafn margir nýir Kia bílar á einu ári hér á landi. Kia er í öðru sæti á eftir Toyota yfir mest seldu bílamerkin hér á landi á árinu 2016. Þetta er í fyrsta skipti sem Kia nær öðru sætinu yfir heilt ár en áður hefur Kia hæst náð þriðja sætinu. Markaðshlutdeild Kia var 9,3% á árinu 2016. Þetta er hæsta markaðshlutdeild hjá Kia í allri Evrópu. Salan á Kia bílum jókst um 28% á milli áranna 2015 og 2016 hér á landi. Ef borið er saman við árið 2011 er söluaukningin 380%. Nýir og spennandi bíla á leiðinni,,Þetta er besta ár Kia frá upphafi á Íslandi og það er frábær árangur að ná öðru sætinu yfir mest seldu merkin á árinu 2016. Það er líka mjög ánægjulegt að við erum með hæstu markaðshutdeild hjá Kia í Evrópu. Kia hefur verið að bæta verulega við sig í sölu á Evrópumarkaði. Það er margt spennandi framundan hjá Kia á nýju ári. Má þar nefna nýjan Rio, Picanto og Optima Wagon auk þess sem Rio jepplingur verður kynntur og einnig Kia GT. Kia er mjög framarlega varðandi rafvæðingu bílaflotans. Nú þegar fæst Kia Soul sem 100% rafbíll og er með eina mestu drægnina í sínum flokki rafbíla á markaðnum. Auk þess er væntanleg ný útgáfa af rafbíl sem við kynnum í haust og tvær mismunandi gerðir af Plug-in-Hybrid, raftengitvinnbílum sem eru afar vinsælir í dag",” segir Þorgeir Pálsson, sölustjóri Kia hjá Bílaumboðinu Öskju. Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent
Kia náði metsölu á Íslandi á árinu 2016. Alls seldust 1.722 nýir Kia bílar á árinu og hafa aldrei áður selst jafn margir nýir Kia bílar á einu ári hér á landi. Kia er í öðru sæti á eftir Toyota yfir mest seldu bílamerkin hér á landi á árinu 2016. Þetta er í fyrsta skipti sem Kia nær öðru sætinu yfir heilt ár en áður hefur Kia hæst náð þriðja sætinu. Markaðshlutdeild Kia var 9,3% á árinu 2016. Þetta er hæsta markaðshlutdeild hjá Kia í allri Evrópu. Salan á Kia bílum jókst um 28% á milli áranna 2015 og 2016 hér á landi. Ef borið er saman við árið 2011 er söluaukningin 380%. Nýir og spennandi bíla á leiðinni,,Þetta er besta ár Kia frá upphafi á Íslandi og það er frábær árangur að ná öðru sætinu yfir mest seldu merkin á árinu 2016. Það er líka mjög ánægjulegt að við erum með hæstu markaðshutdeild hjá Kia í Evrópu. Kia hefur verið að bæta verulega við sig í sölu á Evrópumarkaði. Það er margt spennandi framundan hjá Kia á nýju ári. Má þar nefna nýjan Rio, Picanto og Optima Wagon auk þess sem Rio jepplingur verður kynntur og einnig Kia GT. Kia er mjög framarlega varðandi rafvæðingu bílaflotans. Nú þegar fæst Kia Soul sem 100% rafbíll og er með eina mestu drægnina í sínum flokki rafbíla á markaðnum. Auk þess er væntanleg ný útgáfa af rafbíl sem við kynnum í haust og tvær mismunandi gerðir af Plug-in-Hybrid, raftengitvinnbílum sem eru afar vinsælir í dag",” segir Þorgeir Pálsson, sölustjóri Kia hjá Bílaumboðinu Öskju.
Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent