„Ég skil vel að einhverjir hafi orðið sárir“ Samúel Karl Ólason skrifar 20. maí 2017 12:11 Sigurður Ingi í pontu. Vísir/Einar Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði sumar hafa verið í loft þegar hann fór á fætur í morgun og að hann vonaðist að dagurinn yrði svipaður fyrir Framsóknarflokkinn. Þetta sagði hann í ræðu sinni á miðstjórnarfundi flokksins nú í dag. Hann sagði miðstjórnarfund vera góðan vettvang til að líta til baka, taka stöðuna og ákveða hvernig hugsjónum og markmiðum Framsóknarflokksins yrði best náð. „Til heilla og hagsbóta fyrir alla landsmenn. Segja hug okkar um það sem okkur finnst að betur megi fara.“ „Ég fyrir mitt leyti vill segja eftirfarandi. Þingflokkur Framsóknarflokksins er afar vel skipaður. Í honum eru tveir fyrrverandi forsætisráðherrar og þrír aðrir ráðherrar. Hinir þrír, sem ekki hafa gengt ráðherraembætti, ekki enn þá allavega, hafa mikla og góða reynslu af þingstörfum og innan okkar góða þingflokks eru einstaklingar sem hafa haft mikil og góð áhrif á samtímann á Íslandi. Sennilega meiri og betri en flestir aðrir stjórnmálamenn á síðari tímum.“ Sigurður sagði að ýmsum þætti „vanta upp á samstöðuna“ og það vera augljóst að menn séu ekki samstíga. Hann sagði það vera rétt. „Okkur vantar meiri og sterkari samstöðu í þingflokknum og það er sú krafa sem almennir félagsmenn eiga með réttu á okkur sem valin hafa verið til forystu í flokknum. Ég er tilbúinn til að vinna með öllum Framsóknarmönnum að því að auka veg og vanda flokksins og framfylgja stefnu hans.“ Þá sagði Sigurður að á síðasta kjörtímabili hefði verið lagður grunnur að „þeim lífskjarabata sem orðið hefur á Íslandi á undanförnum árum“. Það hefði gerst undir forystu Framsóknarflokksins og það mætti ekki gleymast.Sigmundur Davíð hlustar á ræðuna.Vísir/Einar„Ímyndið ykkur hvað við gætum gert núna ef auðnaðist að ganga í takt.“ Sigurður virtist senda Sigmundi Davíð og stuðningsmönnum hans tóninn þegar hann sagði að svo virtist sem að ekki væri öllum gefið að geta sætt sig við ákvarðanir flokksmanna sem teknar væru með lýðræðislegum hætti.Sjá einnig: Sigmundur Davíð segir formannsskipti hvorki hafa verið lýðræðisleg né heiðarleg „Í Morgunblaðinu í gær mátti lesa með hvaða augum sumir líta flokkinn okkar og ákvarðanir okkar flokksmanna. Þar segir einhver að rán hafi átt sér stað í haust og þeir sem á að hafa verið rænt frá fyrirgefi ekki slíkan gjörning. Ekki núna. Ekki seinna. Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn, hefur verið viðhaft að minna tilefni.“ „Það sem ég spyr mig að, er þetta samvinnumaður sem talar svona. Þetta er ekki sérlega framsóknarleg nálgun og hvaða fyrirgefningu er verið að tala um? Við hvern á að segja sorry? Hinn almenna framsóknarmann, meirihluta fulltrúa á flokksþingi?“ Sigurður sagði að tekist hefði verið á á flokksþingi í haust og að svo virtist sem að sumir litu á niðurstöður þess þings sem einhvers konar svik við hluta flokksins. Að meirihlutinn hafi svikið minnihlutann. „Ég skil vel að einhverjir hafi orðið sárir og það taki tíma að heila þau sár og ég skil að það geti ekki allir verið ánægðir öllum stundum. Ég geri ekki kröfu um slíkt. En ég á erfitt með að skilja þá sem að gera óánægjuna að sínum helsta vin og félaga. Að mínu viti er það hvorki í eðli né anda Framsóknarflokksins að standa þannig að málum.“ Framsóknarflokkurinn Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði sumar hafa verið í loft þegar hann fór á fætur í morgun og að hann vonaðist að dagurinn yrði svipaður fyrir Framsóknarflokkinn. Þetta sagði hann í ræðu sinni á miðstjórnarfundi flokksins nú í dag. Hann sagði miðstjórnarfund vera góðan vettvang til að líta til baka, taka stöðuna og ákveða hvernig hugsjónum og markmiðum Framsóknarflokksins yrði best náð. „Til heilla og hagsbóta fyrir alla landsmenn. Segja hug okkar um það sem okkur finnst að betur megi fara.“ „Ég fyrir mitt leyti vill segja eftirfarandi. Þingflokkur Framsóknarflokksins er afar vel skipaður. Í honum eru tveir fyrrverandi forsætisráðherrar og þrír aðrir ráðherrar. Hinir þrír, sem ekki hafa gengt ráðherraembætti, ekki enn þá allavega, hafa mikla og góða reynslu af þingstörfum og innan okkar góða þingflokks eru einstaklingar sem hafa haft mikil og góð áhrif á samtímann á Íslandi. Sennilega meiri og betri en flestir aðrir stjórnmálamenn á síðari tímum.“ Sigurður sagði að ýmsum þætti „vanta upp á samstöðuna“ og það vera augljóst að menn séu ekki samstíga. Hann sagði það vera rétt. „Okkur vantar meiri og sterkari samstöðu í þingflokknum og það er sú krafa sem almennir félagsmenn eiga með réttu á okkur sem valin hafa verið til forystu í flokknum. Ég er tilbúinn til að vinna með öllum Framsóknarmönnum að því að auka veg og vanda flokksins og framfylgja stefnu hans.“ Þá sagði Sigurður að á síðasta kjörtímabili hefði verið lagður grunnur að „þeim lífskjarabata sem orðið hefur á Íslandi á undanförnum árum“. Það hefði gerst undir forystu Framsóknarflokksins og það mætti ekki gleymast.Sigmundur Davíð hlustar á ræðuna.Vísir/Einar„Ímyndið ykkur hvað við gætum gert núna ef auðnaðist að ganga í takt.“ Sigurður virtist senda Sigmundi Davíð og stuðningsmönnum hans tóninn þegar hann sagði að svo virtist sem að ekki væri öllum gefið að geta sætt sig við ákvarðanir flokksmanna sem teknar væru með lýðræðislegum hætti.Sjá einnig: Sigmundur Davíð segir formannsskipti hvorki hafa verið lýðræðisleg né heiðarleg „Í Morgunblaðinu í gær mátti lesa með hvaða augum sumir líta flokkinn okkar og ákvarðanir okkar flokksmanna. Þar segir einhver að rán hafi átt sér stað í haust og þeir sem á að hafa verið rænt frá fyrirgefi ekki slíkan gjörning. Ekki núna. Ekki seinna. Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn, hefur verið viðhaft að minna tilefni.“ „Það sem ég spyr mig að, er þetta samvinnumaður sem talar svona. Þetta er ekki sérlega framsóknarleg nálgun og hvaða fyrirgefningu er verið að tala um? Við hvern á að segja sorry? Hinn almenna framsóknarmann, meirihluta fulltrúa á flokksþingi?“ Sigurður sagði að tekist hefði verið á á flokksþingi í haust og að svo virtist sem að sumir litu á niðurstöður þess þings sem einhvers konar svik við hluta flokksins. Að meirihlutinn hafi svikið minnihlutann. „Ég skil vel að einhverjir hafi orðið sárir og það taki tíma að heila þau sár og ég skil að það geti ekki allir verið ánægðir öllum stundum. Ég geri ekki kröfu um slíkt. En ég á erfitt með að skilja þá sem að gera óánægjuna að sínum helsta vin og félaga. Að mínu viti er það hvorki í eðli né anda Framsóknarflokksins að standa þannig að málum.“
Framsóknarflokkurinn Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira