Manndráp í Mosfellsdal: Andrea Kristín afar ósátt við slúður og nafnbirtingu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. júní 2017 10:45 Ég væri ekki mannleg ef ég iðraðist ekki gjörða minna og hef átt erfitt með að horfast í augu við þær allan tímann, sagði Andrea Kristín í viðtali við Fréttablaðið árið 2012. Vísir/Stefán Andrea Kristín Unnarsdóttir er afar ósátt við að hún sé sögð meðal hinna handteknu í manndrápsmálinu í Mosfellsdal í gær. Andrea á sér brotasögu en segist hafa snúið við blaðinu. Það sé hins vegar langt í frá auðvelt og draugar fortíðar banki reglulega upp á. Sex voru handtekin í gærkvöldi vegna alvarlegrar líkamsárásar við Æsustaði í Mosfellsdal á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Um er að ræða fimm karlmenn og eina konu. Árásin var hrottaleg en meðal hinna handteknu er Jón Trausti Lúthersson og bræður sem hlutu fangelsisdóm í febrúar fyrir skotárás. Andrea var nafngreind í að minnsta kosti tveimur fjölmiðlum í tengslum við málið í morgun. Hávær orðrómur hefur verið uppi um að konan sé Andrea Kristín og hafa verið birtar fréttir þess efnis í einstökum fjölmiðlum. „Ég hef tekið út minn dóm,“ segir Andrea sem var á mótorhjólinu með vini sínum í gærkvöldi og hvergi nálægt vettvangi árásarinnar. Síminn hafi hins vegar ekki stoppað og hvað þá „messenger“ á Facebook þar sem hvert skjáskotið með nafni hennar á fætur öðru hefur birst. Sjá einnig: Byrja upp á nýtt eftir afplánun „Ég held þau séu orðin 36,“ segir Andrea um skjáskotin en um er að ræða spjall á samfélagsmiðlinum þar sem fullyrt er að hún sé á meðal hinna handteknu. Hafði hún hringt eitt símtal í aðila sem hún þekkti ekki en hafði nafngreint hana til að leiðrétta misskilninginn. Andrea getur ekki neitað því að hún þekkir til þeirra sem handteknir voru vegna málsins og eru í haldi lögreglu. Hún hafi sagt skilið við þessa drauga fortíðar en það sé þó erfitt. „Ef ég segi nei, þá er ég rænd eða eitthvað skemmt,“ segir Andrea sem er flutt af höfuðborgarsvæðinu og leggur áherslu á að sinna börnunum sínum. „Ég vil ekki vera partur af neinu af þessu lengur.“ Hún bendir á að lífið hjá fólki hljóti að vera leiðinlegt ef það hafi ekkert betra að gera en að slúðra um nafnið hennar á Facebook í tengslum við svo sorglegt mál.Uppfært klukkan 12:03DV hefur beðist afsökunar á nafnbirtingunni. Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Manndráp í Mosfellsdal: Jón Trausti og nýdæmdir bræður á meðal handteknu Bræðurnir Marcin Wieslaw Nabakowski og Rafal Marek Nabakowski hlutu rúmlega tveggja og hálfs árs fangelsisdóma í febrúar fyrir skotárás. 8. júní 2017 09:54 Manndráp í Mosfellsdal: Endurlífgun reynd á vettvangi Endurlífgun bar ekki árangur og var maðurinn úrskurðaður látinn á Landspítalanum í Fossvogi. 8. júní 2017 10:41 Árásin við Æsustaði sögð hrottaleg Hinn látni var á heimili sínu með unnustu og nýfæddu barni þegar fólk bar að garði. 8. júní 2017 09:11 Mamma gerði mistök Mamma setti alltaf lak fyrir stofudyrnar á meðan hún skreytti stofuna hátt og lágt á aðfangadag. Við börnin fengum því ekki að sjá jólatréð fyrr en jólaklukkurnar klingdu og lakið féll klukkan sex, segir Andrea Kristín Unnarsdóttir um hjartfólgna jólaminningu, 27. nóvember 2012 10:48 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Andrea Kristín Unnarsdóttir er afar ósátt við að hún sé sögð meðal hinna handteknu í manndrápsmálinu í Mosfellsdal í gær. Andrea á sér brotasögu en segist hafa snúið við blaðinu. Það sé hins vegar langt í frá auðvelt og draugar fortíðar banki reglulega upp á. Sex voru handtekin í gærkvöldi vegna alvarlegrar líkamsárásar við Æsustaði í Mosfellsdal á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Um er að ræða fimm karlmenn og eina konu. Árásin var hrottaleg en meðal hinna handteknu er Jón Trausti Lúthersson og bræður sem hlutu fangelsisdóm í febrúar fyrir skotárás. Andrea var nafngreind í að minnsta kosti tveimur fjölmiðlum í tengslum við málið í morgun. Hávær orðrómur hefur verið uppi um að konan sé Andrea Kristín og hafa verið birtar fréttir þess efnis í einstökum fjölmiðlum. „Ég hef tekið út minn dóm,“ segir Andrea sem var á mótorhjólinu með vini sínum í gærkvöldi og hvergi nálægt vettvangi árásarinnar. Síminn hafi hins vegar ekki stoppað og hvað þá „messenger“ á Facebook þar sem hvert skjáskotið með nafni hennar á fætur öðru hefur birst. Sjá einnig: Byrja upp á nýtt eftir afplánun „Ég held þau séu orðin 36,“ segir Andrea um skjáskotin en um er að ræða spjall á samfélagsmiðlinum þar sem fullyrt er að hún sé á meðal hinna handteknu. Hafði hún hringt eitt símtal í aðila sem hún þekkti ekki en hafði nafngreint hana til að leiðrétta misskilninginn. Andrea getur ekki neitað því að hún þekkir til þeirra sem handteknir voru vegna málsins og eru í haldi lögreglu. Hún hafi sagt skilið við þessa drauga fortíðar en það sé þó erfitt. „Ef ég segi nei, þá er ég rænd eða eitthvað skemmt,“ segir Andrea sem er flutt af höfuðborgarsvæðinu og leggur áherslu á að sinna börnunum sínum. „Ég vil ekki vera partur af neinu af þessu lengur.“ Hún bendir á að lífið hjá fólki hljóti að vera leiðinlegt ef það hafi ekkert betra að gera en að slúðra um nafnið hennar á Facebook í tengslum við svo sorglegt mál.Uppfært klukkan 12:03DV hefur beðist afsökunar á nafnbirtingunni.
Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Manndráp í Mosfellsdal: Jón Trausti og nýdæmdir bræður á meðal handteknu Bræðurnir Marcin Wieslaw Nabakowski og Rafal Marek Nabakowski hlutu rúmlega tveggja og hálfs árs fangelsisdóma í febrúar fyrir skotárás. 8. júní 2017 09:54 Manndráp í Mosfellsdal: Endurlífgun reynd á vettvangi Endurlífgun bar ekki árangur og var maðurinn úrskurðaður látinn á Landspítalanum í Fossvogi. 8. júní 2017 10:41 Árásin við Æsustaði sögð hrottaleg Hinn látni var á heimili sínu með unnustu og nýfæddu barni þegar fólk bar að garði. 8. júní 2017 09:11 Mamma gerði mistök Mamma setti alltaf lak fyrir stofudyrnar á meðan hún skreytti stofuna hátt og lágt á aðfangadag. Við börnin fengum því ekki að sjá jólatréð fyrr en jólaklukkurnar klingdu og lakið féll klukkan sex, segir Andrea Kristín Unnarsdóttir um hjartfólgna jólaminningu, 27. nóvember 2012 10:48 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Manndráp í Mosfellsdal: Jón Trausti og nýdæmdir bræður á meðal handteknu Bræðurnir Marcin Wieslaw Nabakowski og Rafal Marek Nabakowski hlutu rúmlega tveggja og hálfs árs fangelsisdóma í febrúar fyrir skotárás. 8. júní 2017 09:54
Manndráp í Mosfellsdal: Endurlífgun reynd á vettvangi Endurlífgun bar ekki árangur og var maðurinn úrskurðaður látinn á Landspítalanum í Fossvogi. 8. júní 2017 10:41
Árásin við Æsustaði sögð hrottaleg Hinn látni var á heimili sínu með unnustu og nýfæddu barni þegar fólk bar að garði. 8. júní 2017 09:11
Mamma gerði mistök Mamma setti alltaf lak fyrir stofudyrnar á meðan hún skreytti stofuna hátt og lágt á aðfangadag. Við börnin fengum því ekki að sjá jólatréð fyrr en jólaklukkurnar klingdu og lakið féll klukkan sex, segir Andrea Kristín Unnarsdóttir um hjartfólgna jólaminningu, 27. nóvember 2012 10:48