Innlent

Úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Jón Trausti Lúthersson huldi ekki andlit sitt þegar hann var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann sendi skýr skilaboð.
Jón Trausti Lúthersson huldi ekki andlit sitt þegar hann var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann sendi skýr skilaboð. vísir
Þeir Jón Trausti Lúthersson og Sveinn Gestur Tryggvason voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 21. júlí á grundvelli almannahagsmuna en þeir eru grunaðir um aðild að manndrápsmálinu í Mosfellsdal.

Tvímenningarnir verða ekki lengur í einangrun en þeir voru fyrst úrskurðaðir í fimmtán daga gæsluvarðhald þann 8. júní síðastliðinn og sættu einangrun á meðan.

Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Jóns Trausta, segir í samtali við Vísi að því hafi verið strax lýst yfir að úrskurðurinn verði kærður til Hæstaréttar, en ekki liggur fyrir hvort að Sveinn Gestur muni kæra úrskurðinn.

Sveinn Gestur Tryggvason leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.vísir
Sex manns eru grunaðir um aðild að málinu en fjórum var sleppt á fimmtudaginn í liðinni viku eftir að hafa setið í gæsluvarðhaldi og einangrun í sjö daga.

Arnar Jónsson Aspar lést í kjölfar þess að hafa orðið fyrir hrottalegri líkamsárás þann 7. júní síðastliðinn.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu liggur ekki fyrir játning í málinu.

Hér fyrir neðan má sjá myndband af því þegar hinir grunuðu voru leiddir fyrir dómara í dag í fylgd lögreglu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×