10 ára ökumaður með lögguna á hælunum Finnur Thorlacius skrifar 30. október 2017 10:15 Á endastað ökuferðarinnar. Lögreglan í Cleveland í Ohio í Bandaríkjunum glímdi við fremur óvenjulegt verkefni í síðustu viku er hún veitti 10 ára ökumanni eftirför eftir að hann ákvað að fá bíl kærasta móður sinnar að láni og skreppa í smá ökutúr. Á tíma fór hann nokkuð greitt á Toyota Avalon bíl hans, eða á 160 km hraða og því mikil hætta á ferð. Ungi ökumaðurinn var að bíða eftir því að stóra systir hans skutlaði honum í skólann, en virtist leiðast nokkuð biðin og fékk þessa líka fínu hugmynd að skreppa í örlítinn bíltúr. Sá bíltúr reyndist hinsvegar ríflega 80 kílómetra spennandi eftirför þar sem lögreglan fylgdi honum þétt eftir. Ökuferðin endaði með því að sá 10 ára ók niður umferðarskilti eftir að lögreglan hafði neyðst til að aka á bíl hans til að stöðva förina. Þá hafði hann ekið lengi utan þjóðvegar og hélt lögreglan honum frá honum til að koma í veg fyrir að hann lenti í árekstri við aðra vegfarendur. Ekki var sá stutti ánægður með að lögreglan væri að skipta sér af akstri hans því hann bæði sparkaði til og hrækti á lögreglumennina við handtöku. Þessi ökuferð hans var alls ekki sú fyrsta sem hann hafði tekið sér fyrir hendur, en aðeins tveimur vikum áður hafi hann nappað bíl mömmu sinnar og endaði sú öfuför á hraðbraut með þremur sprungnum dekkjum. Ekki lærði hann lexíuna á þeirri ökuferð, en víst má telja að mamma hans og kærasti munu passa betur uppá bíla sína þar sem hann er annars vegar á næstunni. Þau kenna bílatölvuleikjum um þennan slæma ósið drengsins, en þá spilar hann af miklum móð og telur sig líklega geta gert enn betur í raunveruleikanum. Sjá má eftirför lögreglunnar á meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir
Lögreglan í Cleveland í Ohio í Bandaríkjunum glímdi við fremur óvenjulegt verkefni í síðustu viku er hún veitti 10 ára ökumanni eftirför eftir að hann ákvað að fá bíl kærasta móður sinnar að láni og skreppa í smá ökutúr. Á tíma fór hann nokkuð greitt á Toyota Avalon bíl hans, eða á 160 km hraða og því mikil hætta á ferð. Ungi ökumaðurinn var að bíða eftir því að stóra systir hans skutlaði honum í skólann, en virtist leiðast nokkuð biðin og fékk þessa líka fínu hugmynd að skreppa í örlítinn bíltúr. Sá bíltúr reyndist hinsvegar ríflega 80 kílómetra spennandi eftirför þar sem lögreglan fylgdi honum þétt eftir. Ökuferðin endaði með því að sá 10 ára ók niður umferðarskilti eftir að lögreglan hafði neyðst til að aka á bíl hans til að stöðva förina. Þá hafði hann ekið lengi utan þjóðvegar og hélt lögreglan honum frá honum til að koma í veg fyrir að hann lenti í árekstri við aðra vegfarendur. Ekki var sá stutti ánægður með að lögreglan væri að skipta sér af akstri hans því hann bæði sparkaði til og hrækti á lögreglumennina við handtöku. Þessi ökuferð hans var alls ekki sú fyrsta sem hann hafði tekið sér fyrir hendur, en aðeins tveimur vikum áður hafi hann nappað bíl mömmu sinnar og endaði sú öfuför á hraðbraut með þremur sprungnum dekkjum. Ekki lærði hann lexíuna á þeirri ökuferð, en víst má telja að mamma hans og kærasti munu passa betur uppá bíla sína þar sem hann er annars vegar á næstunni. Þau kenna bílatölvuleikjum um þennan slæma ósið drengsins, en þá spilar hann af miklum móð og telur sig líklega geta gert enn betur í raunveruleikanum. Sjá má eftirför lögreglunnar á meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir