Innlent

Ráðherra slær á væntingar

Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra samgöngumála.
Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra samgöngumála. Vísir/eyþór
„Það verður ekki hægt að fara í allar þessar framkvæmdir; Tvöföldun Reykjanesbrautar, Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar, auk Sundabrautar og Borgarlínu allt á sama tíma og við erum að byggja tíu þúsund íbúðir í Reykjavík, Það hefur verið reynt áður og er útópía,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra samgöngumála. Hann segir að byggja þurfi á forgangsröðun og langtímaáætlun þar sem horft verði til alls landsins.

Ný samgönguáætlun bæði til fjögurra ára og tólf ára verður afgreidd á Alþingi í vetur. Ráðherra segir hana þurfa að vera í samræmi við þá fjármálaáætlun sem lögð verði fram á svipuðum tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×