Innlent

24 tímar af golfi fyrir lífið

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá vinstri: Ragnhildur Sigurðardóttir, Jón Andri Finnsson. Sigurður Pétursson, Oddur Sigurðsson, Jón Bjarki Oddsson og Sigurður Pétur Oddsson.
Frá vinstri: Ragnhildur Sigurðardóttir, Jón Andri Finnsson. Sigurður Pétursson, Oddur Sigurðsson, Jón Bjarki Oddsson og Sigurður Pétur Oddsson. Kristín María
Feðgarnir Oddur Sigurðsson, Jón Bjarki Oddsson og Sigurður Pétur Oddsson lögðu klukkan 18 af stað í maraþongolf á Hlíðavelli hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Þeir ætla að spila golf í heilan sólarhring eða til klukkan 18 á morgun laugardag. Allir hafa þeir hlaupið heilt maraþon áður til styrktar MND félaginu á Íslandi og taka því hér nýrri áskorun. 

Markmiðið með maraþon golfinu er að vekja athygli á MND heyfitaugahrörnunar sjúkdómnum og á sama tíma safna styrkjum fyrir MND félagið á Íslandi. Félagið vinnur að velferð þeirra sem haldnir eru sjúkdómnum eða öðrum vöðva og taugasjúkdómum með sömu eða svipaðar afleiðingar.

„Skorað er á almenning, fyrirtæki, stofnanir, bæjarfélög og einstaklinga að heita á feðgana og styrkja á sama tíma MND félagið á Íslandi. Þeir sem vilja leggja þessu mikilvæga málefni lið geta lagt sitt framlag beint inn á reikning MND félagsins Rn: 0516-05-410900 Kt: 630293-3089. Einnig er hægt að hafa samband á gudjon@mnd.is,“ segir í tilkynningu.

Þeir feðgar hafa fengið til liðs við sig frábæra félaga sem ætla að leika með okkur 9 holur hver, hafa gaman saman og þannig hjálpa þeim ná markmiðunum. Þá eru allir boðnir velkomnir í nýtt klúbbhús í Mosfellsbæ um helgina, með gleðina að vopni, og njóta helgarinnar. 

„Lífið er núna og golfum saman fyrir lífið.“

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×