Aurinn gæti truflað laxveiði næstu árin Sveinn Arnarsson skrifar 10. júlí 2018 06:00 Laxastiginn á myndinni er vita gagnslaus sökum vatnsleysis. Allt að þrjátíu metra lag af drullu er í gamla árfarveginum. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Svo gæti farið að afleiðingar aurskriðunnar úr Fagraskógarfjalli í Hítardal á Mýrum fyrir laxveiði í Hítará komi ekki í ljós fyrr en næsta vor eða á næstu árum. Hrygningarsvæði fóru undir aur en einnig gæti aurinn haft neikvæð áhrif á bæði hrygningarstaði og veiðistaði neðar í ánni. Framkvæmdastjóri Stangveiðifélags Reykjavíkur segist bíða næsta vors en vera bjartsýnn á framhaldið. „Það sem getur gerst í Hítará eftir svona gríðarlegt aurflóð er að aurinn getur litað ána í nokkur ár eins og gerðist í Eyjafirði eftir aurflóð árið 2011. Einnig getur framburðurinn haft áhrif á bæði veiðistaði neðar í ánni og hrygningarstaði. Því þarf að huga að mörgu á svæðinu til að Hítará verði áfram sú stangveiðiperla sem hún svo sannarlega hefur verið um áraraðir,“ segir Erlendur Steinar Friðriksson, sérfræðingur í málefnum laxfiska í straumvötnum á Íslandi. Í október árið 2011 féll aurskriða í Torfufellsdal í Eyjafirði sem stíflaði ána sem rennur út í Eyjafjarðará. Ari Hermóður Jafetsson.Fréttablaðið/StefánAurskriðan litaði ána í þrjú ár á eftir og gerði hana illveiðanlega auk þess að eyðileggja hrygningarstaði með framburði. Vorleysingar höfðu þar einnig mikið að segja þegar aurinn frostsprakk og rann með ánni. Slíkt gæti gerst í Hítará. Ari Hermóður Jafetsson, framkvæmdastjóri Stangveiðifélags Reykjavíkur sem er með ána á leigu, segir það einnig geta gerst í Hítará. „Jú, það getur gerst og líklegt að eitthvað af þessu magni fari í ána en til happs virðist áin vera að finna sér nýjan farveg frá skriðunni og aurdrullunni. Það gæti því sloppið til en það kemur ekki í ljós fyrr en næsta vor,“ segir hann. „Ég er hóflega bjartsýnn á að hún verði í lagi en ég veit ekkert hvað náttúran mun henda í okkur. Hrygningarsvæðin eru full af drullu og svæðin þar fyrir neðan eru þornuð upp. Við vonumst eftir því að áin muni finna sér þennan nýja farveg og aurinn nái ekki að lita ána í nýja farveginum. Svo er líklegt að lónið ofan við aurinn verði að nýjum hrygningarstað fyrir laxinn,“ bætir Ari Hermóður við Birtist í Fréttablaðinu Eldgos og jarðhræringar Stangveiði Tengdar fréttir Nýr leigjandi að Hítará hyggst flytja klakfisk upp fyrir skriðuna Nýr leigjandi að Hítará, sem tekur við ánni fyrir næsta veiðitímabil, ætlar að flytja klakfisk í stórum stíl upp fyrir skriðuna, sem féll nýverið yfir ána, í von um að klakið heppnist. 9. júlí 2018 13:30 Afdrif laxveiði í Hítará er stærsta málið Margra mannhæða hátt lag af aur og grjóti breiddi sig yfir hluta Hítarár þegar skriða féll úr Fagraskógarfjalli aðfaranótt laugardags. Gífurlegt tjón varð á beitar- og veiðilöndum. Alls óvíst er hvort hægt er að moka framburðinum til svo áin renni í sinn gamla farveg. 9. júlí 2018 08:00 Heppni að enginn hafi verið á veiðum á þeim stað sem skriðan féll Ljóst er að veiðistaðir á svæðinu heyra sögunni til. 8. júlí 2018 19:17 Mikil grjótskriða úr Fagraskógarfjalli: „Stórt fjall í ánni“ Skriðan er sögð gríðarstór en hún féll snemma í morgun. Hítardalsá stíflaðist og hefur stórt lón myndast fyrir aftan skriðuna. 7. júlí 2018 11:32 Hítará hefur fundið sér nýjan farveg Íbúi í Hítardal segir vatnið leita út í Tálma, hliðará Hítarár. Það sé sá farvegur sem íbúar hafi verið að vona að áin fyndi sér fram hjá skriðunni. 8. júlí 2018 11:47 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Svo gæti farið að afleiðingar aurskriðunnar úr Fagraskógarfjalli í Hítardal á Mýrum fyrir laxveiði í Hítará komi ekki í ljós fyrr en næsta vor eða á næstu árum. Hrygningarsvæði fóru undir aur en einnig gæti aurinn haft neikvæð áhrif á bæði hrygningarstaði og veiðistaði neðar í ánni. Framkvæmdastjóri Stangveiðifélags Reykjavíkur segist bíða næsta vors en vera bjartsýnn á framhaldið. „Það sem getur gerst í Hítará eftir svona gríðarlegt aurflóð er að aurinn getur litað ána í nokkur ár eins og gerðist í Eyjafirði eftir aurflóð árið 2011. Einnig getur framburðurinn haft áhrif á bæði veiðistaði neðar í ánni og hrygningarstaði. Því þarf að huga að mörgu á svæðinu til að Hítará verði áfram sú stangveiðiperla sem hún svo sannarlega hefur verið um áraraðir,“ segir Erlendur Steinar Friðriksson, sérfræðingur í málefnum laxfiska í straumvötnum á Íslandi. Í október árið 2011 féll aurskriða í Torfufellsdal í Eyjafirði sem stíflaði ána sem rennur út í Eyjafjarðará. Ari Hermóður Jafetsson.Fréttablaðið/StefánAurskriðan litaði ána í þrjú ár á eftir og gerði hana illveiðanlega auk þess að eyðileggja hrygningarstaði með framburði. Vorleysingar höfðu þar einnig mikið að segja þegar aurinn frostsprakk og rann með ánni. Slíkt gæti gerst í Hítará. Ari Hermóður Jafetsson, framkvæmdastjóri Stangveiðifélags Reykjavíkur sem er með ána á leigu, segir það einnig geta gerst í Hítará. „Jú, það getur gerst og líklegt að eitthvað af þessu magni fari í ána en til happs virðist áin vera að finna sér nýjan farveg frá skriðunni og aurdrullunni. Það gæti því sloppið til en það kemur ekki í ljós fyrr en næsta vor,“ segir hann. „Ég er hóflega bjartsýnn á að hún verði í lagi en ég veit ekkert hvað náttúran mun henda í okkur. Hrygningarsvæðin eru full af drullu og svæðin þar fyrir neðan eru þornuð upp. Við vonumst eftir því að áin muni finna sér þennan nýja farveg og aurinn nái ekki að lita ána í nýja farveginum. Svo er líklegt að lónið ofan við aurinn verði að nýjum hrygningarstað fyrir laxinn,“ bætir Ari Hermóður við
Birtist í Fréttablaðinu Eldgos og jarðhræringar Stangveiði Tengdar fréttir Nýr leigjandi að Hítará hyggst flytja klakfisk upp fyrir skriðuna Nýr leigjandi að Hítará, sem tekur við ánni fyrir næsta veiðitímabil, ætlar að flytja klakfisk í stórum stíl upp fyrir skriðuna, sem féll nýverið yfir ána, í von um að klakið heppnist. 9. júlí 2018 13:30 Afdrif laxveiði í Hítará er stærsta málið Margra mannhæða hátt lag af aur og grjóti breiddi sig yfir hluta Hítarár þegar skriða féll úr Fagraskógarfjalli aðfaranótt laugardags. Gífurlegt tjón varð á beitar- og veiðilöndum. Alls óvíst er hvort hægt er að moka framburðinum til svo áin renni í sinn gamla farveg. 9. júlí 2018 08:00 Heppni að enginn hafi verið á veiðum á þeim stað sem skriðan féll Ljóst er að veiðistaðir á svæðinu heyra sögunni til. 8. júlí 2018 19:17 Mikil grjótskriða úr Fagraskógarfjalli: „Stórt fjall í ánni“ Skriðan er sögð gríðarstór en hún féll snemma í morgun. Hítardalsá stíflaðist og hefur stórt lón myndast fyrir aftan skriðuna. 7. júlí 2018 11:32 Hítará hefur fundið sér nýjan farveg Íbúi í Hítardal segir vatnið leita út í Tálma, hliðará Hítarár. Það sé sá farvegur sem íbúar hafi verið að vona að áin fyndi sér fram hjá skriðunni. 8. júlí 2018 11:47 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Nýr leigjandi að Hítará hyggst flytja klakfisk upp fyrir skriðuna Nýr leigjandi að Hítará, sem tekur við ánni fyrir næsta veiðitímabil, ætlar að flytja klakfisk í stórum stíl upp fyrir skriðuna, sem féll nýverið yfir ána, í von um að klakið heppnist. 9. júlí 2018 13:30
Afdrif laxveiði í Hítará er stærsta málið Margra mannhæða hátt lag af aur og grjóti breiddi sig yfir hluta Hítarár þegar skriða féll úr Fagraskógarfjalli aðfaranótt laugardags. Gífurlegt tjón varð á beitar- og veiðilöndum. Alls óvíst er hvort hægt er að moka framburðinum til svo áin renni í sinn gamla farveg. 9. júlí 2018 08:00
Heppni að enginn hafi verið á veiðum á þeim stað sem skriðan féll Ljóst er að veiðistaðir á svæðinu heyra sögunni til. 8. júlí 2018 19:17
Mikil grjótskriða úr Fagraskógarfjalli: „Stórt fjall í ánni“ Skriðan er sögð gríðarstór en hún féll snemma í morgun. Hítardalsá stíflaðist og hefur stórt lón myndast fyrir aftan skriðuna. 7. júlí 2018 11:32
Hítará hefur fundið sér nýjan farveg Íbúi í Hítardal segir vatnið leita út í Tálma, hliðará Hítarár. Það sé sá farvegur sem íbúar hafi verið að vona að áin fyndi sér fram hjá skriðunni. 8. júlí 2018 11:47