Segir svar úr kosningaprófi RÚV ekki stangast á við afstöðu sína í málefnum heimilislausra Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. ágúst 2018 15:24 Eyþór Arnalds sagðist ósammála því að borgin ætti að leggja aukna áherslu á uppbyggingu félagslegs húsnæðis. Hann hefur nú gagnrýnt meirihlutann harðlega fyrir aðgerðarleysi í málaflokknum. Vísir/Vilhelm Eyþór Arnalds, leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og borgarfulltrúi, segir svar sitt við spurningu um félagslegt húsnæði í kosningaprófi RÚV fyrir sveitarstjórnarkosningarnar ekki stangast á við stefnu minnihlutans í málefnum heimilislausra nú. Snæbjörn Brynjarsson, rithöfundur og varaþingmaður Pírata, vakti athygli á umræddu svari Eyþórs á Twitter-reikningi sínum í dag. Líkt og fjölmargir aðrir frambjóðendur tók Eyþór kosningapróf RÚV í vor og tók þar afstöðu til ýmissa mála. Í prófinu lýsti Eyþór sig algjörlega ósammála eftirfarandi fullyrðingu: „Sveitarfélagið á að leggja aukna áherslu á uppbyggingu félagslegs húsnæðis.“Samkvæmt kosningaprófi RÚV var Eyþór Arnalds andvígur auknu félagslegu húsnæði. Hann svaraði prófinu sjálfur eins og aðrir frambjóðendur. Hann er mjög andvígur. Þessvegna er ég mjög ósannfærður um áhuga hans á málefnum heimilislausra. pic.twitter.com/oqfW539ekG— Snæbjörn (@artybjorn) August 1, 2018 Þótti svar Eyþórs ekki koma heim og saman við afstöðu hans og Sjálfstæðisflokksins í málaflokknum nú. Eins og greint hefur verið frá undanfarna daga hefur flokkurinn, ásamt hinum flokkum minnihlutans í borgarstjórn, gagnrýnt meirihlutann harðlega fyrir að hafa hundsað bága stöðu heimilislausra og félagslegs húsnæðis í Reykjavík um langa hríð. Aðspurður segir Eyþór að svar sitt í kosningaprófinu stangist ekki á við gagnrýni Sjálfstæðisflokksins. „Nei alls ekki, vegna þess að við viljum breyta kerfinu en ekki stækka það sem ekki virkar.“Skjáskot af svari Eyþórs við spurningu um uppbyggingu félagslegs húsnæðis í kosningaprófi RÚV.Skjáskot/RÚVUm ástæður þess að hann sagðist svo ósammála uppbyggingu félagslegs húsnæðis segir Eyþór að henn leggi höfuðáherslu á að byggja hagkvæmt húsnæði fyrir sem flesta í Reykjavík. „Félagsleg úrræði eru oft neyðarúrræði og mér finnst áherslan á að fjölga í kerfinu ekki vera aðalatriðið heldur að koma í veg fyrir að fólk lendi í félagslega kerfinu, þess vegna setti ég það ofar.“Sjá einnig: Segja meirihlutann hafa fengist til að viðurkenna húsnæðisvanda Í þessu samhengi þurfi einnig að hjálpa fólki að komast út úr félagslega kerfinu, sem Eyþóri þykir ábótavant hjá Reykjavíkurborg. „Það er kannski hin ástæðan fyrir því að þetta var ekki sett efst á listann.“ Þá bætir Eyþór við að heimilislausum hafi fjölgað um 95 prósent á örfáum árum og þetta fólk vanti ódýrari úrræði en í boði eru. „Því að þrátt fyrir að Reykjavíkurborg hafi sett svona mikinn pening í félagslegt húsnæði þá er vandinn mestur í Reykjavík. Þannig að það er eitthvað annað að,“ segir Eyþór. Húsnæðismál Kosningar 2018 Tengdar fréttir Býst ekki við nýjum tillögum á aukafundi vegna stöðu heimilislausra Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar segir að það sé sjálfsagt að fara yfir þær aðgerðir sem þegar eru hafnar til að bæta stöðu heimilislausra og þá vonast hún til þess að minnihlutinn komi með hugmyndir að umbótum. 31. júlí 2018 11:59 Segja meirihlutann hafa fengist til að viðurkenna húsnæðisvanda Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir vonbrigðum með að neyðarfundur í borgarráði í gær bar ekki þann árangur sem vonir stóðu til um. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum vegna neyðarfundar borgarráðs. 1. ágúst 2018 11:28 „Hefði viljað sjá meiri kraft til aðgerða á þessum fundi“ Farið var vítt og breitt yfir stöðu heimilislausra í borginni á aukafundi í borgarráði í dag. 31. júlí 2018 17:24 Boða til aukafundar: „Heimilislausir fá ekki sumarfrí frá áhyggjum sínum“ Boðað hefur verið til aukafundar í borgarráði á morgun klukkan 11. 30. júlí 2018 11:06 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
Eyþór Arnalds, leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og borgarfulltrúi, segir svar sitt við spurningu um félagslegt húsnæði í kosningaprófi RÚV fyrir sveitarstjórnarkosningarnar ekki stangast á við stefnu minnihlutans í málefnum heimilislausra nú. Snæbjörn Brynjarsson, rithöfundur og varaþingmaður Pírata, vakti athygli á umræddu svari Eyþórs á Twitter-reikningi sínum í dag. Líkt og fjölmargir aðrir frambjóðendur tók Eyþór kosningapróf RÚV í vor og tók þar afstöðu til ýmissa mála. Í prófinu lýsti Eyþór sig algjörlega ósammála eftirfarandi fullyrðingu: „Sveitarfélagið á að leggja aukna áherslu á uppbyggingu félagslegs húsnæðis.“Samkvæmt kosningaprófi RÚV var Eyþór Arnalds andvígur auknu félagslegu húsnæði. Hann svaraði prófinu sjálfur eins og aðrir frambjóðendur. Hann er mjög andvígur. Þessvegna er ég mjög ósannfærður um áhuga hans á málefnum heimilislausra. pic.twitter.com/oqfW539ekG— Snæbjörn (@artybjorn) August 1, 2018 Þótti svar Eyþórs ekki koma heim og saman við afstöðu hans og Sjálfstæðisflokksins í málaflokknum nú. Eins og greint hefur verið frá undanfarna daga hefur flokkurinn, ásamt hinum flokkum minnihlutans í borgarstjórn, gagnrýnt meirihlutann harðlega fyrir að hafa hundsað bága stöðu heimilislausra og félagslegs húsnæðis í Reykjavík um langa hríð. Aðspurður segir Eyþór að svar sitt í kosningaprófinu stangist ekki á við gagnrýni Sjálfstæðisflokksins. „Nei alls ekki, vegna þess að við viljum breyta kerfinu en ekki stækka það sem ekki virkar.“Skjáskot af svari Eyþórs við spurningu um uppbyggingu félagslegs húsnæðis í kosningaprófi RÚV.Skjáskot/RÚVUm ástæður þess að hann sagðist svo ósammála uppbyggingu félagslegs húsnæðis segir Eyþór að henn leggi höfuðáherslu á að byggja hagkvæmt húsnæði fyrir sem flesta í Reykjavík. „Félagsleg úrræði eru oft neyðarúrræði og mér finnst áherslan á að fjölga í kerfinu ekki vera aðalatriðið heldur að koma í veg fyrir að fólk lendi í félagslega kerfinu, þess vegna setti ég það ofar.“Sjá einnig: Segja meirihlutann hafa fengist til að viðurkenna húsnæðisvanda Í þessu samhengi þurfi einnig að hjálpa fólki að komast út úr félagslega kerfinu, sem Eyþóri þykir ábótavant hjá Reykjavíkurborg. „Það er kannski hin ástæðan fyrir því að þetta var ekki sett efst á listann.“ Þá bætir Eyþór við að heimilislausum hafi fjölgað um 95 prósent á örfáum árum og þetta fólk vanti ódýrari úrræði en í boði eru. „Því að þrátt fyrir að Reykjavíkurborg hafi sett svona mikinn pening í félagslegt húsnæði þá er vandinn mestur í Reykjavík. Þannig að það er eitthvað annað að,“ segir Eyþór.
Húsnæðismál Kosningar 2018 Tengdar fréttir Býst ekki við nýjum tillögum á aukafundi vegna stöðu heimilislausra Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar segir að það sé sjálfsagt að fara yfir þær aðgerðir sem þegar eru hafnar til að bæta stöðu heimilislausra og þá vonast hún til þess að minnihlutinn komi með hugmyndir að umbótum. 31. júlí 2018 11:59 Segja meirihlutann hafa fengist til að viðurkenna húsnæðisvanda Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir vonbrigðum með að neyðarfundur í borgarráði í gær bar ekki þann árangur sem vonir stóðu til um. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum vegna neyðarfundar borgarráðs. 1. ágúst 2018 11:28 „Hefði viljað sjá meiri kraft til aðgerða á þessum fundi“ Farið var vítt og breitt yfir stöðu heimilislausra í borginni á aukafundi í borgarráði í dag. 31. júlí 2018 17:24 Boða til aukafundar: „Heimilislausir fá ekki sumarfrí frá áhyggjum sínum“ Boðað hefur verið til aukafundar í borgarráði á morgun klukkan 11. 30. júlí 2018 11:06 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
Býst ekki við nýjum tillögum á aukafundi vegna stöðu heimilislausra Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar segir að það sé sjálfsagt að fara yfir þær aðgerðir sem þegar eru hafnar til að bæta stöðu heimilislausra og þá vonast hún til þess að minnihlutinn komi með hugmyndir að umbótum. 31. júlí 2018 11:59
Segja meirihlutann hafa fengist til að viðurkenna húsnæðisvanda Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir vonbrigðum með að neyðarfundur í borgarráði í gær bar ekki þann árangur sem vonir stóðu til um. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum vegna neyðarfundar borgarráðs. 1. ágúst 2018 11:28
„Hefði viljað sjá meiri kraft til aðgerða á þessum fundi“ Farið var vítt og breitt yfir stöðu heimilislausra í borginni á aukafundi í borgarráði í dag. 31. júlí 2018 17:24
Boða til aukafundar: „Heimilislausir fá ekki sumarfrí frá áhyggjum sínum“ Boðað hefur verið til aukafundar í borgarráði á morgun klukkan 11. 30. júlí 2018 11:06