Innlent

Mikil umferðarteppa í Hafnarfirði vegna malbikunarframkvæmda

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Röðin er leng og því vissara að fara tímanlega af stað sé ætlunin að fara úr bænum í átt að Reykjanesbæ.
Röðin er leng og því vissara að fara tímanlega af stað sé ætlunin að fara úr bænum í átt að Reykjanesbæ. Mynd/Jakob Bjarnar
Mikil umferðarteppa er nú í Hafnarfirði við álverið í Straumsvík en þar standa nú yfir malbikunarframkvæmdir. Áætlað er að framkvæmdirnar standi til klukkan tíu í kvöld.

Unnið er á malbikun á báðum akreinum á Reykjanesbraut við álverið og er annarri akreininni lokað í einu og umferð stýrt í gegnum vinnusvæðið. Framkvæmdir hófust í morgun og hefur umferð gengið hægt á svæðinu í allan dag.

Á myndum má sjá að bílaröðin út úr Hafnarfirði er mjög löng en Vegagerðin biður vegfarendur um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×