Hækka á tekjuviðmið leiguíbúða hjá Bjargi Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 25. maí 2019 19:30 Á annað þúsund manns hafa sótt um leiguíbúð hjá íbúðarfélaginu Bjargi sem stofnað var fyrir tæpu ári á vegum ASÍ og BSRB. Gagnrýnisraddir hafa verið uppi um að tekjuviðmið íbúðanna séu of lág og segir Björn Traustason, framkvæmdastjóri Bjargs, frumvarp liggja fyrir Alþingi um að hækka viðmiðin. Bjarg íbúðafélag er rekið án hagnaðarmarkmiða og er ætlað að tryggja tekjulágum fjölskyldum á vinnumarkaði aðgengi að öruggu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu. Félagið byggir fyrir 40 milljarða króna til ársins 2022. Framkvæmdir við tæplega 500 íbúðir eru hafnar eða við það að hefjast. En þar að auki eru rúmlega 400 í hönnunarferli. Um 800 íbúðir verða í Reykjavík. Félagið hófst handa á Akranesi og í Grafarvogi í mars í fyrra og er áætlað að fyrstu íbúar þar flytji inn núna í júní. Í gær var fyrsta skóflustungan svo tekin í Hraunbænum þar sem byggja á níutíu og níu íbúðir í sex fjölbýlishúsum. Ásamt því hefjast framkvæmdir á Kirkjusandi, Úlfársdal og Akureyri.Svona standa málin hjá Bjargi.Grafík/GvendurBjargi gekk erfiðlega að finna verktaka sem treysti sér til að byggja ódýrt húsnæði á kirkjusandi. Nú liggur hins vegar fyrir að framkvæmdir hefjist þar eftir helgina. „Skipulagið var mjög erfitt á Kirkjusandi, þar er þétting byggðar og dýrara að byggja þar. En eftir mikla yfirlegu og góða samvinnu við borginni þá náðum við að leysa það verkefni,“ segir Björn. Bjarg fékk á sig gagnrýni frá Samtökum iðnaðarins í upphafi árs fyrir að flytja inn einingahús frá Lettalandi. Það sé ekki atvinnuskapandi og ætti ekki að vera í anda Verkalýðshreyfingarinnar. „Við erum að leita bara allra leiða til að byggja hagkvæmt. Þessi aðferðarfræði sem við erum að nýta á Akranesi fékk umfjöllun um forsmíðað hús, það er bara aðferðafræði sem hefur verið að ryðja sér rúms í löndunum í kringum okkur. Hún er mjög hagkvæm. Við munum koma til með að skoða þessa aðferðafræði á fleiri stöðum,“ segir hann. Einnig hefur verið í umræðunni að tekjuviðmiðin séu of lág, fólk sem teljist til lágtekjufólks geti ekki sótt um íbúð. „Tekjumörkin eru sett af velferðarráðuneytinu og styðjast við lög um almennar íbúðir. Það er jákvætt aðí kjölfar húsnæðishóps ríkisstjórnarinnar var lagt til að hækka þessi tekjumörk. Það er komið frumvarp til laga sem liggur núna fyrir hjá Alþingi. Þannig að við vonandi sjáum hækkun þessara marka, vonandi á vorþingi en ef ekki þá í haust,“ segir hann. Húsnæðismál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Sjá meira
Á annað þúsund manns hafa sótt um leiguíbúð hjá íbúðarfélaginu Bjargi sem stofnað var fyrir tæpu ári á vegum ASÍ og BSRB. Gagnrýnisraddir hafa verið uppi um að tekjuviðmið íbúðanna séu of lág og segir Björn Traustason, framkvæmdastjóri Bjargs, frumvarp liggja fyrir Alþingi um að hækka viðmiðin. Bjarg íbúðafélag er rekið án hagnaðarmarkmiða og er ætlað að tryggja tekjulágum fjölskyldum á vinnumarkaði aðgengi að öruggu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu. Félagið byggir fyrir 40 milljarða króna til ársins 2022. Framkvæmdir við tæplega 500 íbúðir eru hafnar eða við það að hefjast. En þar að auki eru rúmlega 400 í hönnunarferli. Um 800 íbúðir verða í Reykjavík. Félagið hófst handa á Akranesi og í Grafarvogi í mars í fyrra og er áætlað að fyrstu íbúar þar flytji inn núna í júní. Í gær var fyrsta skóflustungan svo tekin í Hraunbænum þar sem byggja á níutíu og níu íbúðir í sex fjölbýlishúsum. Ásamt því hefjast framkvæmdir á Kirkjusandi, Úlfársdal og Akureyri.Svona standa málin hjá Bjargi.Grafík/GvendurBjargi gekk erfiðlega að finna verktaka sem treysti sér til að byggja ódýrt húsnæði á kirkjusandi. Nú liggur hins vegar fyrir að framkvæmdir hefjist þar eftir helgina. „Skipulagið var mjög erfitt á Kirkjusandi, þar er þétting byggðar og dýrara að byggja þar. En eftir mikla yfirlegu og góða samvinnu við borginni þá náðum við að leysa það verkefni,“ segir Björn. Bjarg fékk á sig gagnrýni frá Samtökum iðnaðarins í upphafi árs fyrir að flytja inn einingahús frá Lettalandi. Það sé ekki atvinnuskapandi og ætti ekki að vera í anda Verkalýðshreyfingarinnar. „Við erum að leita bara allra leiða til að byggja hagkvæmt. Þessi aðferðarfræði sem við erum að nýta á Akranesi fékk umfjöllun um forsmíðað hús, það er bara aðferðafræði sem hefur verið að ryðja sér rúms í löndunum í kringum okkur. Hún er mjög hagkvæm. Við munum koma til með að skoða þessa aðferðafræði á fleiri stöðum,“ segir hann. Einnig hefur verið í umræðunni að tekjuviðmiðin séu of lág, fólk sem teljist til lágtekjufólks geti ekki sótt um íbúð. „Tekjumörkin eru sett af velferðarráðuneytinu og styðjast við lög um almennar íbúðir. Það er jákvætt aðí kjölfar húsnæðishóps ríkisstjórnarinnar var lagt til að hækka þessi tekjumörk. Það er komið frumvarp til laga sem liggur núna fyrir hjá Alþingi. Þannig að við vonandi sjáum hækkun þessara marka, vonandi á vorþingi en ef ekki þá í haust,“ segir hann.
Húsnæðismál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Sjá meira