Brottvísun afgangskra feðga frestað Gunnar Reynir Valþórsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 1. júlí 2019 06:33 Asadullah Sarwary ásamt sonum sínum. fréttablaðið/sigtryggur ari Brottvísun föður og tveggja sona hans til Grikklands sem framfylgja átti í gærkvöldi var frestað sökum andlegs ástands annars drengsins en þeir eru níu og tíu ára gamlir. Faðirinn heitir Asadullah Sarwary og synir hans Mahdi og Ali. Asadullah fór með syni sína á brámóttöku Barnaspítala Hringsins í gærkvöldi og þar staðfesti geðlæknir við lögreglumenn sem áttu að fylgja fjölskyldunni úr landi að sökum mikils kvíða eldri drengsins væri ekki mögulegt að senda hann úr landi. Greint er frá þessu á Facebook-síðu No Borders-samtakanna sem berjast gegn brottvísunum fólks hér á landi. Samtökin segja enn fremur að sálrænum stuðningi við börn á flótta sé ábótavant hér á landi. Ekki er ljóst hversu lengi brottvísun föðursins og drengjanna tveggja var frestað en í færslu No Borders segir að líklega verði feðgunum vísað úr landi síðar í þessari viku. Fréttablaðið hefur fjallað ítarlega um mál Asadullah og sona hans. Í viðtali blaðsins við Asadullah í mars síðastliðnum kom fram að hann hefði komið hingað til lands síðasta haust og sótt um þá um vernd. Í desember úrskurðaði Útlendingastofnu um að stofnunin myndi ekki taka mál Asadullah og drengjanna til efnislegrar meðferðar þar sem þeir hefðu fengið alþjóðlega vernd í Grikklandi. Því bæri að vísa þeim aftur þangað. Þann 18. febrúar síðastliðinn staðfesti kærunefnd útlendingamála svo úrskurð Útlendingastofnunar. Í umfjöllun Fréttablaðsins kom fram að Asadullah hefði verið í tvö og hálft ár í Grikklandi áður en hann kom hingað til lands. Hann vildi ekki sækja um vernd í Grikklandi en þar sem lög þar í landi kveða á um að sækja verði um hæli innan 20 daga ellegar vera vísað úr landi átti Asadullah ekki annarra kosta völ en að sækja þar um vernd. „Þegar við vorum komnir með vernd var okkur síðan sagt að við ættum rétt á að vera í sex mánuði flóttamannabúðum Sameinuðu þjóðanna í tjöldum. Eftir sex mánuði þurftum við að fara og sjá um okkur sjálf. Það var ekki hægt fyrir okkur að finna húsnæði eða vinnu,“ sagði Asadullah meðal annars samtali við Fréttablaðið. Engin framtíð hafi verið fyrir syni hans í Grikklandi, til að mynda enginn skóli sem þeir gátu sótt. Hann hafi því ákveðið að fara annað í leit að betra lífi fyrir þá feðga.Fréttin var uppfærð klukkan 08:31. Hælisleitendur Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Brottvísun föður og tveggja sona hans til Grikklands sem framfylgja átti í gærkvöldi var frestað sökum andlegs ástands annars drengsins en þeir eru níu og tíu ára gamlir. Faðirinn heitir Asadullah Sarwary og synir hans Mahdi og Ali. Asadullah fór með syni sína á brámóttöku Barnaspítala Hringsins í gærkvöldi og þar staðfesti geðlæknir við lögreglumenn sem áttu að fylgja fjölskyldunni úr landi að sökum mikils kvíða eldri drengsins væri ekki mögulegt að senda hann úr landi. Greint er frá þessu á Facebook-síðu No Borders-samtakanna sem berjast gegn brottvísunum fólks hér á landi. Samtökin segja enn fremur að sálrænum stuðningi við börn á flótta sé ábótavant hér á landi. Ekki er ljóst hversu lengi brottvísun föðursins og drengjanna tveggja var frestað en í færslu No Borders segir að líklega verði feðgunum vísað úr landi síðar í þessari viku. Fréttablaðið hefur fjallað ítarlega um mál Asadullah og sona hans. Í viðtali blaðsins við Asadullah í mars síðastliðnum kom fram að hann hefði komið hingað til lands síðasta haust og sótt um þá um vernd. Í desember úrskurðaði Útlendingastofnu um að stofnunin myndi ekki taka mál Asadullah og drengjanna til efnislegrar meðferðar þar sem þeir hefðu fengið alþjóðlega vernd í Grikklandi. Því bæri að vísa þeim aftur þangað. Þann 18. febrúar síðastliðinn staðfesti kærunefnd útlendingamála svo úrskurð Útlendingastofnunar. Í umfjöllun Fréttablaðsins kom fram að Asadullah hefði verið í tvö og hálft ár í Grikklandi áður en hann kom hingað til lands. Hann vildi ekki sækja um vernd í Grikklandi en þar sem lög þar í landi kveða á um að sækja verði um hæli innan 20 daga ellegar vera vísað úr landi átti Asadullah ekki annarra kosta völ en að sækja þar um vernd. „Þegar við vorum komnir með vernd var okkur síðan sagt að við ættum rétt á að vera í sex mánuði flóttamannabúðum Sameinuðu þjóðanna í tjöldum. Eftir sex mánuði þurftum við að fara og sjá um okkur sjálf. Það var ekki hægt fyrir okkur að finna húsnæði eða vinnu,“ sagði Asadullah meðal annars samtali við Fréttablaðið. Engin framtíð hafi verið fyrir syni hans í Grikklandi, til að mynda enginn skóli sem þeir gátu sótt. Hann hafi því ákveðið að fara annað í leit að betra lífi fyrir þá feðga.Fréttin var uppfærð klukkan 08:31.
Hælisleitendur Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira