Innlent

Loftslagshópur boðar alvöru aðgerðir

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Meðal annars er lagt til að hætta að stækka flugstöðina í Keflavík.
Meðal annars er lagt til að hætta að stækka flugstöðina í Keflavík. Vísir/Vilhelm
Loftslagshópur á vegum Landverndar boðar aktivisma og alvöru aðgerðir til að hvetja stjórnvöld til mun róttækari aðgerða í loftslagsmálum en nú liggur fyrir, eins og það er orðað í yfirlýsingu á vegum hópsins sem send var á fjölmiðla í nótt.

Hópurinn kallar eftir auknum fjárveitingum til loftslagsmála og breyttri forgangsröðun hins opinbera, til að mynda þætti hópnum eðlilegra að nota fjármuni til að hraða orkuskiptum enn frekar í stað þess að stækka flugstöð Leifs Eiríkssonar til að taka við fleiri mengandi flugfarþegum.

Sem fyrr segir boðar hópurinn aðgerðir til að ná eyrum stjórnvalda og hyggst hópurinn leggja grunn að aðgerðaráætlun á næstu vikum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×