Rottugangur og óvæntur meðleigjandi á meðal viðfangsefna Leigjendalínu Orators Andri Eysteinsson skrifar 12. september 2019 22:00 Leigjendalínan er starfrækt þriðja veturinn í röð Orator Orator, félag laganema við Háskóla Íslands heldur í vetur út Leigjendalínu Orators og ÖLMU. Leigjendalínan sem býður leigjendum upp á ókeypis ráðgjöf um réttindi og skyldur á leigumarkaði er því starfrækt þriðja veturinn í röð. Línan verður opin alla þriðjudaga í vetur frá 18-20 Laganemar í sjálfboðavinnu sinna ráðgjöf og hafa innan handar reynslumikinn lögfræðing sem aðstoðar við starfið. Guðjón Andri Jónsson, formaður Orators, segir álitaefnin sem rata á borð Leigjendalínunnar vera fjölbreytt, allt frá fyrirspurnum til raunverulegra deilumála. Sem dæmi um mál sem rataði til laganema Orators nefnir Guðjón að leigjandi hafi kvartað yfir framgöngu leigusala. Leigjandinn hafi kvartað undan rottugangi í íbúðinni en mætti þeim svörum að hann skyldi einfaldlega takast á við vandann sjálfur.Jónas M. Torfason, Guðjón A. Jónsson, formaður Orators og Alexandra Líf Ívarsdóttir við störf fyrir leigjendalínu Orators og ÖLMU.OratorGuðjón nefnir þá einnig mál erlends námsmanns sem hafði leigt íbúð hér á landi yfir veturinn. Eftir að hann hafði komið inn í íbúðina komst námsmaðurinn að því að leigusalinn hafði leigt annað herbergi út í íbúðinni. Guðjón segir að leigusalinn hafi neitað að endurgreiða leiguna og því hafi verið leitað til laganemanna í Leigjendalínunni. Leigufélagið ALMA hefur verið bakhjarl verkefnisins frá upphafi, en hluti þess styrks felst í greiðslu launa lögfræðings sem sinnir ráðgjöfinni ásamt laganemum. „Lögfræðingurinn er auðvitað með öllu óháður ÖLMU og eiginleg aðkoma félagsins að ráðgjöfinni er engin. Verkefnið er einfaldlega hluti af þeirri viðleitni ÖLMU að stuðla að traustum og öruggum leigumarkaði, þar sem leigjendur eru upplýstir um réttindi sín og skyldur,“ segir María Björk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri ÖLMU. Húsnæðismál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Sjá meira
Orator, félag laganema við Háskóla Íslands heldur í vetur út Leigjendalínu Orators og ÖLMU. Leigjendalínan sem býður leigjendum upp á ókeypis ráðgjöf um réttindi og skyldur á leigumarkaði er því starfrækt þriðja veturinn í röð. Línan verður opin alla þriðjudaga í vetur frá 18-20 Laganemar í sjálfboðavinnu sinna ráðgjöf og hafa innan handar reynslumikinn lögfræðing sem aðstoðar við starfið. Guðjón Andri Jónsson, formaður Orators, segir álitaefnin sem rata á borð Leigjendalínunnar vera fjölbreytt, allt frá fyrirspurnum til raunverulegra deilumála. Sem dæmi um mál sem rataði til laganema Orators nefnir Guðjón að leigjandi hafi kvartað yfir framgöngu leigusala. Leigjandinn hafi kvartað undan rottugangi í íbúðinni en mætti þeim svörum að hann skyldi einfaldlega takast á við vandann sjálfur.Jónas M. Torfason, Guðjón A. Jónsson, formaður Orators og Alexandra Líf Ívarsdóttir við störf fyrir leigjendalínu Orators og ÖLMU.OratorGuðjón nefnir þá einnig mál erlends námsmanns sem hafði leigt íbúð hér á landi yfir veturinn. Eftir að hann hafði komið inn í íbúðina komst námsmaðurinn að því að leigusalinn hafði leigt annað herbergi út í íbúðinni. Guðjón segir að leigusalinn hafi neitað að endurgreiða leiguna og því hafi verið leitað til laganemanna í Leigjendalínunni. Leigufélagið ALMA hefur verið bakhjarl verkefnisins frá upphafi, en hluti þess styrks felst í greiðslu launa lögfræðings sem sinnir ráðgjöfinni ásamt laganemum. „Lögfræðingurinn er auðvitað með öllu óháður ÖLMU og eiginleg aðkoma félagsins að ráðgjöfinni er engin. Verkefnið er einfaldlega hluti af þeirri viðleitni ÖLMU að stuðla að traustum og öruggum leigumarkaði, þar sem leigjendur eru upplýstir um réttindi sín og skyldur,“ segir María Björk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri ÖLMU.
Húsnæðismál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Sjá meira