Innlent

BHM-félög vilja launaviðræður

Sighvatur Arnmundsson skrifar
BHM hefur hafnað krónutöluhækkunum.
BHM hefur hafnað krónutöluhækkunum. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari
Þess er krafist í yfirlýsingu 21 aðildarfélags innan BHM að ríkið, Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga hefji tafarlaust raunverulegt samtal um launalið kjarasamninga.

Samningar BHM hafa verið lausir í tæpt hálft ár og lítið gengið í kjaraviðræðum. Gagnrýna félögin það í yfirlýsingunni að viðsemjendur hafi enn ekki fengist til að ræða sanngjarnar launakröfur sínar.

„Við viljum að háskólamenntun skili einstaklingum ávinningi. Það er miður að viðsemjendur hafa til þessa ekki boðið okkur annað en kjararýrnun í formi krónutöluhækkana og skerðingar þegar áunninna réttinda,“ segir í yfirlýsingunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×