Innlent

Veginum um Ljósavatnsskarð lokað til morguns

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Frá Ljósavatnsskarði
Frá Ljósavatnsskarði Mynd/Lögreglan á Norðurlandi eystra.

Tekin hefur verið ákvörðun um að loka þjóðvegi 1 sem liggur í gegnum Ljósavatnsskarð. Reikna má með að vegurinn verði lokaður til klukkan tíu á morgun.

Í Facebook-færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra segir að þessi ákvörðun hafi verið tekin að höfðu samráði við Veðurstofu Íslands og Vegagerðina en snjóflóðahætta er í skarðinu.

Töluvert snjóflóð féll á veginn á fimmtudagskvöld en það var hreinsað upp í gær. Vegurinn hefur verið opinn í dag en vegfarendur hafa verið beðnir um að fara varlega vegna snjóflóðahættu.

Spáð hefur verið stórhríð á svæðinu fram til morguns og hætti Vegagerðin að þjónusta veginn frá og með klukkan tíu í kvöld. Upplýsingar um færð og veður má nálgast á vef Vegagerdarinnar.


Tengdar fréttir

Opnað fyrir umferð um Ljósavatnsskarð

Búið er að opna fyrir umferð á hringveginum í gegnum Ljósavatnsskarð. Það er þó gert með fyrirvara enda snjóflóðahætta á svæðinu.

Vegir víða lokaðir vegna veðurs

Vegir víða á Norðurlandi og Austurlandi eru lokaðir vegna veðurs. Víðast hvar er vetrarfærð um land allt, mjög víða skafrenningur og hálka eða snjóþekja, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×