Starfsmenn horfa áhyggjufullir til 1. júlí Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. júní 2020 12:33 Álver Rio Tinto í Straumsvík. Vísir/vilhelm Starfsmenn Rio Tinto í álverinu í Straumsvík eru uggandi yfir óvissunni sem einkennir framtíð rekstursins. Gefið var út í febrúar að endurskoðun Rio Tinto á rekstri álversins yrði lokið á fyrri helmingi árs 2020, þ.e. fyrir næstu mánaðamót. Þá rennur kjarasamningur starfsmanna Rio Tinto á Íslandi að óbreyttu einnig út um mánaðamótin. „Fólk er áhyggjufullt af því að verið er að endurskoða rekstrarforsendur verksmiðjunnar, það var gefið út í Kauphöllinni í London á sínum tíma. Því á að ljúka á fyrri helmingi ársins, sem er þá þessi dagsetning 1. júlí. Þá kemur í ljós hvaða framtíðarhorfur þeir sjá fyrir verksmiðjuna, hvort þeir ætli að breyta rekstrinum á einhvern hátt eða jafnvel leggja hann niður,“ segir Reinhold Richter trúnaðarmaður starfsmanna Ísal í samtali við Vísi. „Ég veit ekkert frekar en aðrir hvað er að gerast í þessari könnun eða hvernig hún stendur.“ Einnig óvissa um kjörin Sá fyrirvari er á kjarasamningi starfsmanna Rio Tinto að hann sé bundinn því skilyrði að nýr raforkusamningur takist við Landsvirkjun. Í samningnum er þannig kveðið á um að nýr kjarasamningur falli úr gildi 30. júní ef viðræður Rio Tinto og Landsvirkjunar skili ekki árangri. „Það er eitthvað sem við ráðum við ekki við og vitum ekki hvernig staðan er,“ segir Reinhold. „Þá byrja aftur kjaradeilur ef það kemur ekki inn. Og það er sama dagsetning. Það er 1. júlí sem þau þurfa að vera búin að láta okkur vita um það, hvernig það er. Þannig að það er þetta tvennt sem er að ergja starfsmenn. Óvissa um framtíðina og óvissa um kjörin sín.“ Tilkynnt var í febrúar síðastliðnum að Rio Tinto hyggðist hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins í Straumsvík, Ísal, „til að meta rekstrarhæfi þess til framtíðar og leita leiða til þess að bæta samkeppnisstöðu þess.“ Rekstur álversins hefur gengið brösulega undanfarin ár en forsvarsmenn segja álverið ekki samkeppnishæft vegna hás raforkukostnaðar. Gefið var út í febrúar að allar leiðir yrðu skoðaðar í umræddri endurskoðun; þar á meðal frekari framleiðsluminnkun og mögulega lokun álversins. Morgunblaðið hafði eftir heimildum sínum í apríl að Rio Tinto skoðaði þann möguleika að loka álverinu í tvö ár til að takmarka taprekstur. Í tilkynningu segir að endurskoðunarferlinu eigi að vera lokið á fyrri helmingi árs 2020. Þá hafði framleiðsla Ísal þegar verið minnkuð í 85 prósent af afkastagetu. 500 manns starfa í Straumsvík. Bjarni Már Gylfason upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi gat ekki tjáð sig um stöðu mála að svo stöddu þegar Vísir leitaði eftir því í dag. Stóriðja Hafnarfjörður Tengdar fréttir Rio Tinto biðst afsökunar á að hafa sprengt forsögulega hella Námugreftarrisinn Rio Tinto hefur beðist afsökunar á að hafa eyðilaggt 46 þúsund ára gamla hella frumbyggja Vestur-Ástralíu. 31. maí 2020 18:32 Einn möguleikinn að loka álverinu í tvö ár Rio Tinto skoðar nú þann möguleika að loka álverinu í Straumsvík í tvö ár til að draga úr tapi af rekstri þess. 7. apríl 2020 06:40 Undirbúningur verkfallsaðgerða hafinn hjá starfsfólki álversins í Straumsvík Forsvarsmenn verkalýðsélaga starfsfólks sem vinnur í álverinu í Straumsvík sendi frá sér tilkynningu um að tilboði um eingreiðslu og framlengingu friðarskyldu sé hafnað. 4. mars 2020 21:53 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Starfsmenn Rio Tinto í álverinu í Straumsvík eru uggandi yfir óvissunni sem einkennir framtíð rekstursins. Gefið var út í febrúar að endurskoðun Rio Tinto á rekstri álversins yrði lokið á fyrri helmingi árs 2020, þ.e. fyrir næstu mánaðamót. Þá rennur kjarasamningur starfsmanna Rio Tinto á Íslandi að óbreyttu einnig út um mánaðamótin. „Fólk er áhyggjufullt af því að verið er að endurskoða rekstrarforsendur verksmiðjunnar, það var gefið út í Kauphöllinni í London á sínum tíma. Því á að ljúka á fyrri helmingi ársins, sem er þá þessi dagsetning 1. júlí. Þá kemur í ljós hvaða framtíðarhorfur þeir sjá fyrir verksmiðjuna, hvort þeir ætli að breyta rekstrinum á einhvern hátt eða jafnvel leggja hann niður,“ segir Reinhold Richter trúnaðarmaður starfsmanna Ísal í samtali við Vísi. „Ég veit ekkert frekar en aðrir hvað er að gerast í þessari könnun eða hvernig hún stendur.“ Einnig óvissa um kjörin Sá fyrirvari er á kjarasamningi starfsmanna Rio Tinto að hann sé bundinn því skilyrði að nýr raforkusamningur takist við Landsvirkjun. Í samningnum er þannig kveðið á um að nýr kjarasamningur falli úr gildi 30. júní ef viðræður Rio Tinto og Landsvirkjunar skili ekki árangri. „Það er eitthvað sem við ráðum við ekki við og vitum ekki hvernig staðan er,“ segir Reinhold. „Þá byrja aftur kjaradeilur ef það kemur ekki inn. Og það er sama dagsetning. Það er 1. júlí sem þau þurfa að vera búin að láta okkur vita um það, hvernig það er. Þannig að það er þetta tvennt sem er að ergja starfsmenn. Óvissa um framtíðina og óvissa um kjörin sín.“ Tilkynnt var í febrúar síðastliðnum að Rio Tinto hyggðist hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins í Straumsvík, Ísal, „til að meta rekstrarhæfi þess til framtíðar og leita leiða til þess að bæta samkeppnisstöðu þess.“ Rekstur álversins hefur gengið brösulega undanfarin ár en forsvarsmenn segja álverið ekki samkeppnishæft vegna hás raforkukostnaðar. Gefið var út í febrúar að allar leiðir yrðu skoðaðar í umræddri endurskoðun; þar á meðal frekari framleiðsluminnkun og mögulega lokun álversins. Morgunblaðið hafði eftir heimildum sínum í apríl að Rio Tinto skoðaði þann möguleika að loka álverinu í tvö ár til að takmarka taprekstur. Í tilkynningu segir að endurskoðunarferlinu eigi að vera lokið á fyrri helmingi árs 2020. Þá hafði framleiðsla Ísal þegar verið minnkuð í 85 prósent af afkastagetu. 500 manns starfa í Straumsvík. Bjarni Már Gylfason upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi gat ekki tjáð sig um stöðu mála að svo stöddu þegar Vísir leitaði eftir því í dag.
Stóriðja Hafnarfjörður Tengdar fréttir Rio Tinto biðst afsökunar á að hafa sprengt forsögulega hella Námugreftarrisinn Rio Tinto hefur beðist afsökunar á að hafa eyðilaggt 46 þúsund ára gamla hella frumbyggja Vestur-Ástralíu. 31. maí 2020 18:32 Einn möguleikinn að loka álverinu í tvö ár Rio Tinto skoðar nú þann möguleika að loka álverinu í Straumsvík í tvö ár til að draga úr tapi af rekstri þess. 7. apríl 2020 06:40 Undirbúningur verkfallsaðgerða hafinn hjá starfsfólki álversins í Straumsvík Forsvarsmenn verkalýðsélaga starfsfólks sem vinnur í álverinu í Straumsvík sendi frá sér tilkynningu um að tilboði um eingreiðslu og framlengingu friðarskyldu sé hafnað. 4. mars 2020 21:53 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Rio Tinto biðst afsökunar á að hafa sprengt forsögulega hella Námugreftarrisinn Rio Tinto hefur beðist afsökunar á að hafa eyðilaggt 46 þúsund ára gamla hella frumbyggja Vestur-Ástralíu. 31. maí 2020 18:32
Einn möguleikinn að loka álverinu í tvö ár Rio Tinto skoðar nú þann möguleika að loka álverinu í Straumsvík í tvö ár til að draga úr tapi af rekstri þess. 7. apríl 2020 06:40
Undirbúningur verkfallsaðgerða hafinn hjá starfsfólki álversins í Straumsvík Forsvarsmenn verkalýðsélaga starfsfólks sem vinnur í álverinu í Straumsvík sendi frá sér tilkynningu um að tilboði um eingreiðslu og framlengingu friðarskyldu sé hafnað. 4. mars 2020 21:53