Innlent

Gul viðvörun enn í gildi víða

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Gul viðvörun er í gildi á mestu norðanverðu landinu, Vestfjörðum, norðanverðu Snæfellsnesi og Suðausturlandi.
Gul viðvörun er í gildi á mestu norðanverðu landinu, Vestfjörðum, norðanverðu Snæfellsnesi og Suðausturlandi. vedur.is

Gul veðurviðvörun stendur nú enn yfir og gildir hún á mestöllu norðurlandi, Vestfjörðum, sunnanverðu Snæfellsnesi og Suðausturlandi. Vindur er um 13-23 m/s og hviður geta náð allt að 35-40 m/s. Þá er víðast hvar rigning.

Í dag er spáð sunnan- og suðvestanátt og verður hún víða ansi stíf og hviðótt, einkum um landið norðan- og norðvestanvert. Búist er við talsverðri úrkomu á Vesturlandi en annars rignir með köflum í flestum landshlutum í dag. Hiti verður víðast hvar á bilinu 10-15 stig en útilit er fyrir að það verði lengst af þurrt á Austurlandi, bjartviðri og hiti allt að 23 stigum.

Næstu daga er áfram spáð vætu um landið vestanvert en þurru og hlýju á Norðausturlandi. Um miðja næstu viku er útlit fyrir austanátt með kólnandi veðri.


Tengdar fréttir

Gul viðvörun víða á landinu

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun víða um land, en spáð er miklu hvassviðri í kvöld og í nótt og sums staðar fram á föstudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×