Innlent

Smit hjá starfs­manni RÚV

Atli Ísleifsson skrifar
Ekki hefur þurft að senda aðra starfsmenn í sóttkví vegna umrædds smits.
Ekki hefur þurft að senda aðra starfsmenn í sóttkví vegna umrædds smits. Vísir/Vilhelm

Starfsmaður Ríkisútvarpsins hefur smitast af kórónuveirunni, sem veldur sjúkdómnum Covid-19. Ekki hefur þurft að senda neinn annan starfsmann stofnunarinnar í sóttkví vegna smitsins.

Stefán Eiríksson útvarpsstjóri upplýsti starfsfólk stofnunarinnar um þetta í tölvupósti.

Stefán segir í samtali við Vísi að vel sé fylgst með gangi mála í þjóðfélaginu og að viðbúnaður sé í samræmi. Áfram verði stofnunni skipt í sóttvarnahólf, líkt verið hefur síðan í byrjun ágúst.

Meðalfjöldi stöðugilda hjá RÚV á síðasta ári var 270.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×