Innlent

Varað við stormi á næstum öllu landinu á morgun

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Gul viðvörun er í gildi fyrir næstum allt landið á morgun.
Gul viðvörun er í gildi fyrir næstum allt landið á morgun. Skjáskot/Veðurstofan

Veðurstofa varar við suðvestan stormi á nær öllu landinu frá því síðdegis á morgun og fram eftir kvöldi. Gular stormviðvaranir eru í gildi seinni partinn á morgun í öllum landshlutum nema Suðausturlandi og Miðhálendi.

Fólki er bent á að skapast gætu varasamar aðstæður fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind, auk þess sem það er hvatt til að tryggja lausamuni til að fyrirbyggja foktjón.

Stormviðvaranirnar taka víðast hvar gildi skömmu eftir hádegi á morgun eins og spár standa í kvöld; klukkan 15 á höfuðborgarsvæðinu og Austfjörðum, 14 á Suðurlandi, Faxaflóa og Norðurlandi eystra og13 á Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra. 

Víðast hvar er búist við 18-23 m/s og vindhviðum sums staðar 35 m/s.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×