Varar við því að nota mjög gamla barnavagna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. apríl 2020 22:48 Charlotte, miðjubarn hertogahjónanna af Cambridge, sést hér í gömlum Silver Cross-vagni þegar hún var skírð árið 2015. Slíkir vagnar njóta enn vinsælda hér á landi, ekki hvað síst til að nota fyrir útisvefn. . Getty/Chris Jackson Herdís Storgaard, sem um árabil vann að slysavörnum barna hér á landi, varar við því að foreldrar noti mjög gamla barnavagna. Í færslu á Facebook-síðunni Árvekni – Slysavarnir sem Herdís heldur úti segir hún frá slysi sem varð nýlega þegar handfang barnavagns brotnaði af er verið var að fara með hann niður tröppur. Í færslunni segir að um hafi verið að ræða 20 ára gamlan barnavagn sem notaður hafi verið fyrir útisvefn en Herdís segir að barnavagnar séu ekki ætlaðir sem svefnaðstaða fyrir börn. Hér á landi hefur það tíðkast áratugum saman að láta ungabörn taka lúr úti í vagni: „Barnavagnar eru ekki ætlaðir sem svefnaðstaða fyrir börn heldur eiga ungbörn eða börn undir 1 árs aldri alltaf að sofa í öruggu ungbarnarúmi eða vöggu sem stenst ströngustu kröfur um öryggi vöru. Við nánari skoðun á vagninum kom í ljós að handfangað var ryðgað í sundur en þetta var ekki sýnilegt að utanverðu, því skemmdirnar voru inni í handfangsrörinu,“ segir Herdís í færslunni og bætir við: „Barnavagnar eru búnaður sem er framleiddur til að flytja börn á milli staða. Þessar upplýsingar fylgja með nýjum vögnum og að þeir skulu ávallt notaðir undir eftirliti fullorðinna. Þegar að barn er lagt út í vagn til að sofa telst það ekki vera undir eftirliti þó notuð séu hlustunartæki. Kröfur um framleiðslu á barnavögnum breytast reglulega og því er ekki víst að búnaður sem komin er til ára sinns sé jafn öruggur. Í þessu tiltekna slysi kemur í ljós að búið er að gera auknar kröfur um styrk á handfangið þannig að þetta á ekki að geta gerst í nýjum vögnum. Það að hann hafði staðið mikið úti varð til þess að hann ryðgaði svona illa sem var ástæðan fyrir slysinu.“ Færslu Herdísar má sjá í heild hér fyrir neðan. Börn og uppeldi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Herdís Storgaard, sem um árabil vann að slysavörnum barna hér á landi, varar við því að foreldrar noti mjög gamla barnavagna. Í færslu á Facebook-síðunni Árvekni – Slysavarnir sem Herdís heldur úti segir hún frá slysi sem varð nýlega þegar handfang barnavagns brotnaði af er verið var að fara með hann niður tröppur. Í færslunni segir að um hafi verið að ræða 20 ára gamlan barnavagn sem notaður hafi verið fyrir útisvefn en Herdís segir að barnavagnar séu ekki ætlaðir sem svefnaðstaða fyrir börn. Hér á landi hefur það tíðkast áratugum saman að láta ungabörn taka lúr úti í vagni: „Barnavagnar eru ekki ætlaðir sem svefnaðstaða fyrir börn heldur eiga ungbörn eða börn undir 1 árs aldri alltaf að sofa í öruggu ungbarnarúmi eða vöggu sem stenst ströngustu kröfur um öryggi vöru. Við nánari skoðun á vagninum kom í ljós að handfangað var ryðgað í sundur en þetta var ekki sýnilegt að utanverðu, því skemmdirnar voru inni í handfangsrörinu,“ segir Herdís í færslunni og bætir við: „Barnavagnar eru búnaður sem er framleiddur til að flytja börn á milli staða. Þessar upplýsingar fylgja með nýjum vögnum og að þeir skulu ávallt notaðir undir eftirliti fullorðinna. Þegar að barn er lagt út í vagn til að sofa telst það ekki vera undir eftirliti þó notuð séu hlustunartæki. Kröfur um framleiðslu á barnavögnum breytast reglulega og því er ekki víst að búnaður sem komin er til ára sinns sé jafn öruggur. Í þessu tiltekna slysi kemur í ljós að búið er að gera auknar kröfur um styrk á handfangið þannig að þetta á ekki að geta gerst í nýjum vögnum. Það að hann hafði staðið mikið úti varð til þess að hann ryðgaði svona illa sem var ástæðan fyrir slysinu.“ Færslu Herdísar má sjá í heild hér fyrir neðan.
Börn og uppeldi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira