Innlent

Enginn starfs­mannanna reyndist smitaður

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Sjúklingur á blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítala greindist með kórónuveiruna í gærkvöldi.
Sjúklingur á blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítala greindist með kórónuveiruna í gærkvöldi. Vísir/vilhelm

Enginn af starfsmönnum blóð- og krabbameinslækningadeildar, sem fóru í skimun fyrir kórónuveirunni í morgun vegna smitaðs sjúklings, reyndist smitaður. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landspítalanum.

Beðið er eftir niðurstöðum úr skimun sjúklinga og er áætlað að þær berist upp úr klukkan fjögur í dag.

Í kjölfarið verða teknar ákvarðanir um stöðu og starfsemi deildarinnar, til dæmis hvort opna eigi deildina að nýju, eða grípa til frekari lokana eða takmarkana.

Sjúklingur á blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítala (11EG) greindist með Covid-19 í gærkvöldi. Innlagnir á deildina voru stöðvaðar í kjölfarið. Um þrjátíu sjúklingar og þrjátíu starfsmenn voru skimaðir fyrir veirunni í dag.

Sjúklingurinn sem greindist naut áður þjónustu á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Af þeim sökum hefur sjúkrahúsið á Ísafirði verið fært á hættustig sem þýðir að þjónustan á sjúkrahúsinu verður í lágmarki þar til frekara ljósi verður varpað á stöðuna fyrir vestan. Neyðarþjónustu verður þó áfram sinnt. 

Sýni úr starfsfólki fór með flugi í hádeginu og þaðan í forgangsgreiningu á sýkla-og veirufræðideild Landspítalans. Niðurstöðu er að vænta síðdegis í dag eða í kvöld.


Tengdar fréttir

„Við álítum þetta mögulega hættu og gætum fyllstu varúðar“

Sjúklingurinn sem greindist með kórónuveiruna á Landspítalanum í gær naut áður þjónustu á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Af þeim sökum hefur sjúkrahúsið á Ísafirði verið fært á hættustig sem þýðir að þjónustan á sjúkrahúsinu verður í lágmarki þar til frekara ljósi verður varpað á stöðuna fyrir vestan.

Segir smitin ekki dæmi um van­rækslu heldur ár­vekni starfs­fólks

Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans og formaður farsóttarnefndar, segir að það taki um sólarhring að átta sig nákvæmlega á stöðunni eftir að smit greindist á blóð- og krabbameinsdeild í gærkvöldi. Hann segir stöðuna býsna góða.

Sjúkra­húsið á Ísa­firði komið á hættu­stig vegna Co­vid-19 smits

Sjúkrahúsið á Ísafirði er komið á hættustig eftir að sjúklingur sem nú liggur á Landspítala greindist með Covid-19 í gær. Sá hefur á síðustu dögum notið þjónustu á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Þrír starfsmenn á sjúkrahúsinu á Ísafirði eru í sóttkví og þrír til viðbótar í úrvinnslusóttkví.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×