Innlent

Vonar að kröftug við­brögð verði til þess að snúa bylgjuna niður

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans.
Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans.

Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans, segir ljóst að róðurinn sé að þyngjast í kórónuveirufaraldrinum. Það sjáist einna helst á fjölda sjúklinga á Covid-göngudeild Landspítalans.

Þetta kom fram í máli hennar í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í kvöld. Þar sagðist hún vona að skjót viðbrögð og harðar aðgerðir geti komið í veg fyrir að bylgjan verði jafn stór og hún gæti orðið.

„Jú, það er einkum þar þar sem þetta kemur fyrst fram. Á Covid-göngudeildinni sinnum við öllu fólki sem greinist með Covid-smit. Það gildir bæði um þá sem greinast á landamærum og sömuleiðis þá sem greinast hér innanlands. Já, vissulega hefur álagið aukist þar.“

Hún segir að fyrir um tíu dögum hafi verið um tíu til tuttugu einstaklingar á göngudeildinni, en nú séu þeir orðnir um níutíu. Einn sjúklingur liggi nú inni á smitsjúkdómadeild og þrír starfsmenn hafi smitast.

Hún segir þá vísbendingar um að fjórða bylgja faraldursins sé hafin.

„En ég treysti nú á það og vona að kröftug viðbrögð sóttvarnayfirvalda og allra landsmanna verði til þess að við náum að snúa hana niður áður en þetta verður að alvöru bylgju,“ segir Anna Sigrún.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×