Nokkuð um hálkuslys á gosstöðvunum Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 30. mars 2021 06:45 Ljósmyndari Vísis,Vilhelm Gunnarsson, var á ferð við gosstöðvarnar í gærkvöldi. Hann náði þessari mynd þar sem kona hafði slasað sig á ökkla og fékk aðstoð og aðhlynningu björgunarsveitarfólks. Vísir/Vilhelm Stefnt er að því að gönguleiðirnar að gosstöðvunum í Geldingadölum verði opnaðar klukkan níu en þeim var lokað klukkan níu í gærkvöldi. Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum gengu lokanir vel í gær og einnig gekk vel að rýma svæðið, sem gert var á miðnætti. Nokkur hálka var á svæðinu og nokkuð um hálkuslys. Kona handleggsbrotnaði við gosstöðvarnar og var hún sótt af þyrlu Landhelgisgæslunnar og flutt á sjúkrahús. Annar gestur, karlmaður á fimmtugsaldri, rann til á gönguleiðinni og var sóttur af björgunarsveitarmönnum sem komu honum í sjúkrabíl sem er staðsettur á bílastæðunum sem útbúin hafa verið. Önnur óhöpp voru minniháttar. Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti konu á gosstöðvarnar sem hafði handleggsbrotnað þar í gær.Vísir/Sunna Sæmundsdóttir Töluverður fjöldi fólks var á svæðinu í gær og nú hafa reglur um einstefnuakstur verið afnumdar á Suðurstrandarvegi frá austurs frá Grindavík og því er nú bannað að leggja bílum í vegarkantinum eins og tíðkast hefur. Þess í stað á fólk að nota bílastæðin. Miðað við veðurspá dagsins ætti að viðra nokkuð vel til göngu og má því aftur búast við miklum fjölda á svæðinu í dag. Samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands verður léttskýjað í öllum landshlutum og sólin komin nægilega hátt á loft til að veita smá yl. Staðan á gosinu sjálfu er svo annars svipuð og verið hefur samkvæmt náttúruvárvakt Veðurstofunnar og lítið um skjálfta á svæðinu líkt og undanfarna daga. Hvorki hefur myndast nýr gígur né ný sprunga á gossvæðinu. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum gengu lokanir vel í gær og einnig gekk vel að rýma svæðið, sem gert var á miðnætti. Nokkur hálka var á svæðinu og nokkuð um hálkuslys. Kona handleggsbrotnaði við gosstöðvarnar og var hún sótt af þyrlu Landhelgisgæslunnar og flutt á sjúkrahús. Annar gestur, karlmaður á fimmtugsaldri, rann til á gönguleiðinni og var sóttur af björgunarsveitarmönnum sem komu honum í sjúkrabíl sem er staðsettur á bílastæðunum sem útbúin hafa verið. Önnur óhöpp voru minniháttar. Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti konu á gosstöðvarnar sem hafði handleggsbrotnað þar í gær.Vísir/Sunna Sæmundsdóttir Töluverður fjöldi fólks var á svæðinu í gær og nú hafa reglur um einstefnuakstur verið afnumdar á Suðurstrandarvegi frá austurs frá Grindavík og því er nú bannað að leggja bílum í vegarkantinum eins og tíðkast hefur. Þess í stað á fólk að nota bílastæðin. Miðað við veðurspá dagsins ætti að viðra nokkuð vel til göngu og má því aftur búast við miklum fjölda á svæðinu í dag. Samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands verður léttskýjað í öllum landshlutum og sólin komin nægilega hátt á loft til að veita smá yl. Staðan á gosinu sjálfu er svo annars svipuð og verið hefur samkvæmt náttúruvárvakt Veðurstofunnar og lítið um skjálfta á svæðinu líkt og undanfarna daga. Hvorki hefur myndast nýr gígur né ný sprunga á gossvæðinu.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira