Innlent

Mengun mun berast yfir Vatnsleysuströnd

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá eldgosinu á Reykjanesi. Gasmengun geur verið töluverð og miðað við veðurspár gæti hún aukist síðdegis.
Frá eldgosinu á Reykjanesi. Gasmengun geur verið töluverð og miðað við veðurspár gæti hún aukist síðdegis. Vísir/Vilhelm

Gasmengun frá gosstöðvunum á Reykjanesi mun berast til norðurs í dag, miðað við spár, og þá einkum yfir Vatnsleysuströnd. Þeir sem leggja leið sína að gosstöðvunum eru hvattir til að fylgjast með loftgæðamælingum og leiðbeiningum frá almannavörnum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum þar sem ítrekað er að bannað sé að leggja bílum á og við Suðurstrandaveg og þess í stað eigi að leggja bílum á skipulögðum stæðum á grasflötum við þjóðveg.

Veðurstofa Íslands spáir þriggja til átta stiga hita í dag. Skúrum eða slydduél og landinu sunnan- og vestanverður en þurru á Norðaustur- og Austurlandi. Þá er búist við rigningu í kvöld.

Þá er búist við stífri suðvestanátt og él á morgun, samkvæmt spám á vedur.is.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag:

Suðvestan og vestan 3-8 m/s og él, en léttskýjað um landið A-vert. Hiti 0 til 6 stig yfir daginn.

Á þriðjudag:

Vestlæg átt 3-10 m/s og víða bjart, en líkur á dálitlum éljum V- og N-lands. Vægt frost fyrir norðan, en upp í 5 stig syðra.

Á miðvikudag:

Suðvestlæg átt og þykknar upp S- og V-til, en léttskýjað NA-lands. Hlýnar.

Á fimmtudag (sumardagurinn fyrsti):

Frekar hæg suðlæg átt, skýjað og smá væta S-til á landinu. Hiti 1 til 7 stig.

Á föstudag:

Útlit fyrir suðaustanátt með súld eða dálítilli rigningu um landið S- og V-vert. Hlýnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×