Innlent

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Frettir-hadegis_1080x720

Í hádegisfréttum fjöllum við um stöðuna á kórónuveirufaraldrinum en í morgun fór fram upplýsingafundur um stöðu mála.

Þá fjöllum við um bólusetningar ófrískra kvenna sem stendur til að bjóða upp á á fimmtudaginn kemur og ræðum við Kára Stefánsson forstjóra íslenskrar erfðagreiningar sem telur að ráðast þurfi í áframhaldandi bólusetningarherferð með haustinu og skoða það að bólusetja börn.

Þá verður fjallað um hóp útskriftarnema sem segir farir sínar ekki sléttar af samskiptum við ferðaskrifstofu en hluti hópsins vill hætta við fyrirhugaða útskriftarferð til Krítar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×