Veður

Bjart og þurrt veður á vestan­verðu landinu

Atli Ísleifsson skrifar
Veðrið næstu daga verður mjög svipað.
Veðrið næstu daga verður mjög svipað. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan spáir austlægri eða breytilegri átt, þremur til átta metrum á sekúndu í dag, en austan strekkingur við suðurströndina. Skýjað og dálítil él austantil, en bjart og þurrt á vestanverðu landinu.

Á vef Veðurstofunnar segir að frost verði á bilinu núll til tíu stig, en frostlaust syðst.

„Veðrið næstu daga verður mjög svipað. Austlægir áttir og sums staðar lítilsháttar él en bjart að mestu og þurrt vestantil. Áfram frekar kalt í veðri.“

Spákortið fyrir klukkan 15.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag (aðfangadagur jóla): Austlæg eða breytileg átt 3-10 m/s, en austan 10-15 syðst á landinu. Víða þurrt og bjart veður, en skýjað og lítilsháttar él með suðaustur- og austurströndinni. Frost 0 til 7 stig, kaldast í innsveitum fyrir norðan.

Á laugardag (jóladagur): Austlæg eða breytileg átt 3-10. Skýjað að mestu og sums staðar dálítil él, en þurrt og bjart suðvestantil. Hiti kringum frostmark sunnanlands, en frost að 7 stigum fyrir norðan.

Á sunnudag (annar í jólum) og mánudag: Norðan- og norðaustanátt, víða á bilinu 5-10 m/s. Dálítil él norðan- og austanlands, en þurrt og bjart á Suður- og Vesturlandi. Frost 1 til 8 stig.

Á þriðjudag: Norðlæg eða breytileg átt. Lítilsháttar él á norðanverðu landinu, en léttskýjað sunnan heiða. Frost 2 til 12 stig, mest inn til landsins.

Á miðvikudag: Útlit fyrir hvassa austanátt með slyddu eða snjókomu sunnantil, en þurrt að kalla á norðanverðu landinu. Hlýnandi veður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×