Innlent

Hellis­heiði og fleiri vegir lokaðir

Atli Ísleifsson skrifar
Vetrarfærð er á landinu.
Vetrarfærð er á landinu. Vísir/Vilhelm

Vegurinn um Hellisheiði er lokaður eins og stendur sökum ófærðar og á heimasíðu Vegagerðarinnar segir að næst verði athugað með opnun klukkan tíu.

Sömu sögu var að segja af Þrengslavegi í morgun en þar á að skoða opnun núna klukkan átta.

Krýsuvíkurvegur er einnig ófær og Mosfellsheiðin. Suðurstrandarvegur er hinsvegar opinn en þar eru hálkublettir, eins og á Grindavíkurvegi og flestum öðrum leiðum á svæðinu.

Á Snæfellsnesi eru flestar leiðir ófærar og einnig er lokað um Bröttubrekku og Holtavörðuheiði. Þá eru hálkublettir á þjóðveginum í Borgarfirði.

Lokað er um Dynjandisheiði og Súðarvíkurhlíð og á Norðurlandi er ófært á Þverárfjalli og þungfært á Siglufjarðarvegi.

Lokað er um Öxnadalsheiði og Víkurskarð. Annars er vetrarfærð á landinu öllu en nánari upplýsingar um færð er að finna á færðarkorti Vegagerðarinnar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×