Segir fréttir um gang friðarviðræðna áhugaverðar og vekja bjartsýni Smári Jökull Jónsson skrifar 16. mars 2022 23:01 Albert var gestur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Vísir/Arnar Halldórsson Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra í Moskvu, var gestur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld og ræddi þar stríðsátökin í Úkraínu. Hann ræddi meðal annars yfirstandandi friðarviðræður á milli Rússa og Úkraínumanna. Á meðan stöðugar árásir Rússa standa yfir í Úkraínu þá standa friðarviðræður yfir á milli landanna. Óljósar fregnir benda til þess að viðræðunum þoki áfram og Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur sagt að lausn sé að verða raunhæfari möguleiki. „Þetta eru óstaðfestar fréttir og ótímabærar sagði samningamaður Úkraínu en mér finnst þær mjög áhugaverðar,“ sagði Albert þegar hann ræddi við Telmu Tómasson í fréttatímanum í kvöld. Auk þess að vera fyrrum sendiherra í Moskvu er Albert sérfræðingur í utanríkismálum. „Þær koma í kjölfar ákveðinna yfirlýsinga. Selenskí sagði í gær að Úkraínumenn yrðu að sætta sig við það að verða ekki aðilar að NATO. Þarna er verið að gefa undir fótinn varðandi lykilkröfur Rússa um hlutleysi Úkraínu.“ „Hann sagði jafnframt að í staðinn yrðu menn að reiða sig á öryggistryggingar og bætti við að allar styrjaldir endi með samkomulagi. Í morgun sagði Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands í viðtali við rússneskja sjónvarpsstöð, að viðræðurnar þokuðust fram á við. Það væri verið að ræða hlutleysi og öryggistryggingar,“ bætti Albert við. Hann sagði reynslu Úkraínumanna af öryggistryggingum ekki góða. „Þeir fengu ýmis loforð í samkomulaginu árið 1994 sem augljóslega var ekki staðið við af hálfu Rússa.“ Albert segir að Vladimír Pútín Rússlandsforseta ætti að geta haldið andliti út á við þó hann semji um frið við Úkraínumenn. Albert Jónsson segir Pútín geta haldið andliti út á við ef hann nær fram sínum lykilkröfum.Vísir/Friðrik Þór „Ef þeir ná fram hlutleysi Úkraínu og öryggistryggingum þá getur hann það eflaust, þetta hafa verið lykilkröfur. Ég hef ekki enn séð fréttir um hvernig menn ætla að leysa stöður Donbass héraðs í austurhlutanum þar sem hefur verið stríð frá 2014. Hernám Krímskaga stendur ennþá úti og það á eftir að ganga frá því.“ Hann segir stöðuna erfiða. „Mér finnst þetta áhugaverðar fréttir og koma í kjölfar yfirlýsinga sem vekja bjartsýni. Síðan er ákveðin dýnamík í atburðarásinni og hún er annars vegar sú hörmulega að manntjónið eykst stöðugt og það mun ekki batna. Svo á hinn bóginn að stríðið gengur ekki vel hjá Rússum. Rússneski herinn er ekki að halda áætlun og ýmsir veikleikar hafa komið í ljós hjá rússneska hernum.“ Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Rússar sprengdu leikhús í Maríupól sem notað var sem neyðarskýli Sprengja lenti á leikhúsi í Maríupól í dag sem notað hefur verið sem neyðarskýli íbúa borgarinnar. Óttast er að mannfall sé mikið. 16. mars 2022 17:52 Vaktin: Rússar brjálaðir eftir að Biden kallaði Pútín stríðsglæpamann Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, mun ávarpa bandaríska þingið í dag og þess er vænst að hann muni enn og aftur biðla til Vesturveldanna að „loka lofthelginni“ yfir Úkraínu. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. 16. mars 2022 16:50 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Á meðan stöðugar árásir Rússa standa yfir í Úkraínu þá standa friðarviðræður yfir á milli landanna. Óljósar fregnir benda til þess að viðræðunum þoki áfram og Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur sagt að lausn sé að verða raunhæfari möguleiki. „Þetta eru óstaðfestar fréttir og ótímabærar sagði samningamaður Úkraínu en mér finnst þær mjög áhugaverðar,“ sagði Albert þegar hann ræddi við Telmu Tómasson í fréttatímanum í kvöld. Auk þess að vera fyrrum sendiherra í Moskvu er Albert sérfræðingur í utanríkismálum. „Þær koma í kjölfar ákveðinna yfirlýsinga. Selenskí sagði í gær að Úkraínumenn yrðu að sætta sig við það að verða ekki aðilar að NATO. Þarna er verið að gefa undir fótinn varðandi lykilkröfur Rússa um hlutleysi Úkraínu.“ „Hann sagði jafnframt að í staðinn yrðu menn að reiða sig á öryggistryggingar og bætti við að allar styrjaldir endi með samkomulagi. Í morgun sagði Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands í viðtali við rússneskja sjónvarpsstöð, að viðræðurnar þokuðust fram á við. Það væri verið að ræða hlutleysi og öryggistryggingar,“ bætti Albert við. Hann sagði reynslu Úkraínumanna af öryggistryggingum ekki góða. „Þeir fengu ýmis loforð í samkomulaginu árið 1994 sem augljóslega var ekki staðið við af hálfu Rússa.“ Albert segir að Vladimír Pútín Rússlandsforseta ætti að geta haldið andliti út á við þó hann semji um frið við Úkraínumenn. Albert Jónsson segir Pútín geta haldið andliti út á við ef hann nær fram sínum lykilkröfum.Vísir/Friðrik Þór „Ef þeir ná fram hlutleysi Úkraínu og öryggistryggingum þá getur hann það eflaust, þetta hafa verið lykilkröfur. Ég hef ekki enn séð fréttir um hvernig menn ætla að leysa stöður Donbass héraðs í austurhlutanum þar sem hefur verið stríð frá 2014. Hernám Krímskaga stendur ennþá úti og það á eftir að ganga frá því.“ Hann segir stöðuna erfiða. „Mér finnst þetta áhugaverðar fréttir og koma í kjölfar yfirlýsinga sem vekja bjartsýni. Síðan er ákveðin dýnamík í atburðarásinni og hún er annars vegar sú hörmulega að manntjónið eykst stöðugt og það mun ekki batna. Svo á hinn bóginn að stríðið gengur ekki vel hjá Rússum. Rússneski herinn er ekki að halda áætlun og ýmsir veikleikar hafa komið í ljós hjá rússneska hernum.“
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Rússar sprengdu leikhús í Maríupól sem notað var sem neyðarskýli Sprengja lenti á leikhúsi í Maríupól í dag sem notað hefur verið sem neyðarskýli íbúa borgarinnar. Óttast er að mannfall sé mikið. 16. mars 2022 17:52 Vaktin: Rússar brjálaðir eftir að Biden kallaði Pútín stríðsglæpamann Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, mun ávarpa bandaríska þingið í dag og þess er vænst að hann muni enn og aftur biðla til Vesturveldanna að „loka lofthelginni“ yfir Úkraínu. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. 16. mars 2022 16:50 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Rússar sprengdu leikhús í Maríupól sem notað var sem neyðarskýli Sprengja lenti á leikhúsi í Maríupól í dag sem notað hefur verið sem neyðarskýli íbúa borgarinnar. Óttast er að mannfall sé mikið. 16. mars 2022 17:52
Vaktin: Rússar brjálaðir eftir að Biden kallaði Pútín stríðsglæpamann Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, mun ávarpa bandaríska þingið í dag og þess er vænst að hann muni enn og aftur biðla til Vesturveldanna að „loka lofthelginni“ yfir Úkraínu. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. 16. mars 2022 16:50