Innlent

Allt að 14 stiga hiti á morgun

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Hitakort sýnir spá fyrir hádegið á morgun.
Hitakort sýnir spá fyrir hádegið á morgun. Veðurstofa Íslands

Í dag er útlit fyrir suðaustan og sunnan 10 til 18 metra á sekúndu og súld á köflum. Þó verður yfirleitt bjart veður á Norður- og Austurlandi.

Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar en þar segir að búast megi við suðaustan 8 til 15 metrum á morgun og rigningu, en bjartviðri norðaustanlands. Dregur úr vindi og úrkomu seinnipartinn á morgun og búast má við því að annað kvöld verði veðrið orðið nokkuð rólegt.

Helstu tíðindin eru kannski þau að spáð er 7 til 14 stiga hita á morgun, en hlýjast verður fyrir norðan.

Á sunnudag er búist við hægum vindi og lítilli úrkomu, en heldur mun kólna í veðri samanborið við daginn á undan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×