Veður

Víða strekkingur sunnan- og vestan­til í kvöld

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti verður á bilinu tvö til sjö stig í dag.
Hiti verður á bilinu tvö til sjö stig í dag. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan spáir breytilegri og síðar norðlægri átt í dag, yfirleitt golu eða kalda. Víða megi þó reikna með strekkingi sunnan- og vestantil í kvöld.

Á vef Veðurstofunnar segir að sums staðar verði dálítil væta norðanlands, en annars skýjað með köflum og þurrt.

Hiti verður á bilinu tvö til sjö stig, en kringum frostmark norðan heiða í kvöld.

„Norðan og norðaustan 8-15 m/s á morgun. Rigning eða slydda með köflum, en úrkomulítið á Suðvestur- og Vesturlandi. Hiti 0 til 7 stig, mildast við suðurströndina.“

Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag: Norðan og norðaustan 8-13 m/s. Rigning eða slydda með köflum, einkum austanlands, en úrkomulítið á Suðvestur- og Vesturlandi. Hiti 1 til 7 stig, mildast syðst.

Á fimmtudag: Norðan 8-13 og dálítil rigning eða slydda, en þurrt um landið sunnanvert. Hiti breytist lítið.

Á föstudag: Austlæg eða breytileg átt 5-10 og yfirleitt þurrt, en stöku skúrir sunnanlands. Hiti 0 til 6 stig sunnantil, annars um eða undir frostmarki.

Á laugardag: Austlæg átt rigning eða slydda, einkum suðaustanlands. Hlýnar heldur á Norður- og Austurlandi, annars breytist hiti lítið.

Á sunnudag: Austlæg átt og milt veður. Rigning suðaustan- og austanlands, en lítilsháttar væta öðru hverju á Norður- og Vesturlandi.

Á mánudag: Útlit fyrir austanátt með rigningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×