Innlent

Gul viðvörun enn í gildi á Vestfjörðum

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Frá Vestfjörðum.
Frá Vestfjörðum. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan segir að það verði áfram hvöss norðaustanátt norðvestantil á landinu og fer ekki að lægja fyrr en seinnipartinn, en annars staðar er mun hægari vindur í dag.

Á Vestfjörðum er því gul viðvörun í gildi fram til klukkan ellefu fyrir hádegi en hún tók gildi síðdegis í gær á svæðinu.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir annars að það verði skúrir sunnan heiða og rigning eða slydda norðanlands, en úrkomulítið þar í kvöld nema á annesjum. Hiti verður frá frostmarki og upp í átta stig, mildast syðst, segir fræðingurinn. 

Á morgun spáir síðan suðlægri átt og fimm til þrettán metrum á sekúndu.  Lítilsháttar rigning framan af degi og síðan þurrt að kalla, en vaxandi austanátt sunnanlands annað kvöld. Það hlýnar heldur fyrir norðan, segir að lokum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×